Segja Trump fáfróðan og hættulegan Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, í ræðustól á mánudag. nordicphotos/AFP Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans. Donald Trump Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans.
Donald Trump Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira