Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk Gústafsdóttir sér að Íslandsmetið er fallið. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt," voru fyrstu orðin sem ég fékk upp úr Eyglóu Ósk Gústafsdóttur eftir sundið sem var frábæralega útfært hjá henni. Hún bætti gamla Íslandsmetið um tuttugu sekúndubrot. „Ég á eiginlega engin orð núna," sagði Eygló Ósk en hún var þá nýbúin að fylgjast með seinni undanúrslitariðlinum en það kom ekki í ljós fyrr en eftir hann hvort hún væri inni í úrslitum eða ekki. „Hefði ein önnur verið hraðari þá hefðum við þurft að fara í umsund og synda um það hvor hefði komist áfram," sagði Eygló Ósk en hún kom inn á sama tíma og Rússinn Daria Ustinova. Þær voru hinsvegar númer sjö og átta og komust báðar í úrslitin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði. Alltaf þegar ég syndi mín bestu sund þá er ég ekki að hugsa og bara geri eitthvað. Það eina sem ég var að hugsa var það að seinustu 50 metrarnir hjá mér í morgun voru of hægir. Nú gaf ég bara allt í botn á seinustu 50 metrunum," sagði Eygló. „Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi ekki á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta," sagði Eygló. „Þetta er bara ótrúlegt að ég hafi náð þessu. Það er svo erfitt að hitta nákvæmlega á rétt sund á réttum tíma. Það að þetta hafi gerst er bara geðveikt," sagði Eygló Ósk. „Komin með Íslandmet og allt. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Eygló og það var magnað að fylgjast með henni vera búin að uppskera svona glæsilega á sjálfum Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35 Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt," voru fyrstu orðin sem ég fékk upp úr Eyglóu Ósk Gústafsdóttur eftir sundið sem var frábæralega útfært hjá henni. Hún bætti gamla Íslandsmetið um tuttugu sekúndubrot. „Ég á eiginlega engin orð núna," sagði Eygló Ósk en hún var þá nýbúin að fylgjast með seinni undanúrslitariðlinum en það kom ekki í ljós fyrr en eftir hann hvort hún væri inni í úrslitum eða ekki. „Hefði ein önnur verið hraðari þá hefðum við þurft að fara í umsund og synda um það hvor hefði komist áfram," sagði Eygló Ósk en hún kom inn á sama tíma og Rússinn Daria Ustinova. Þær voru hinsvegar númer sjö og átta og komust báðar í úrslitin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði. Alltaf þegar ég syndi mín bestu sund þá er ég ekki að hugsa og bara geri eitthvað. Það eina sem ég var að hugsa var það að seinustu 50 metrarnir hjá mér í morgun voru of hægir. Nú gaf ég bara allt í botn á seinustu 50 metrunum," sagði Eygló. „Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi ekki á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta," sagði Eygló. „Þetta er bara ótrúlegt að ég hafi náð þessu. Það er svo erfitt að hitta nákvæmlega á rétt sund á réttum tíma. Það að þetta hafi gerst er bara geðveikt," sagði Eygló Ósk. „Komin með Íslandmet og allt. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Eygló og það var magnað að fylgjast með henni vera búin að uppskera svona glæsilega á sjálfum Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35 Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45
Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35
Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30