Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk Gústafsdóttir gerði frábæra hluti í lauginni í Ríó í nótt. Vísir/Anton Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. Eygló Ósk átti nánast fullkomið sund, bætti Íslandsmet sitt um tuttugu sekúndubrot og sýndi og sannaða enn án ný að hún er ein af bestu baksundskonum heims.Sjá einnig:Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Áður hafði Hrafnhildur Lúthersdóttir náð sjötta sætinu í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir sitt úrslitasund aðra nótt en aðeins einn annar sundmaður hafði komist áður svona langt fyrir þessa leika í Ríó. Örn Arnarson komst í úrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er svo geðveikt fyrir sundið á Íslandi. Ég vona svo mikið til þess að þetta hvetji alla krakka á Íslandi til að gefa allt sitt í það sem þau eru að gera. Leggi allan sinn metnað í þetta því þá geta þau gert allt sem þau vilja," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir sundið í nótt.Sjá einnig:Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Íþróttamaður ársins 2015 notaði tækifærið eftir frábært Íslandsmetssund sitt til að höfða til ungra krakkana heima. Hún beindi orðum sínum nefnilega sérstaklega til þeirra og vill að þau trúi og leggi allan metnað sinn í að verða góð í því sem þau eru að gera. „Þótt þið séuð frá Íslandi og eruð að æfa á Íslandi þá skiptir það ekki máli. Ég er að æfa á Íslandi. Ég hef borðað íslenskan mat og þarf að lifa á veturna á Íslandi. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú ert að gera eða hvar þú býrð. Ef þú gefur allt í þetta þá áttu að geta hvað sem þú vilt," sagði Eygló Ósk. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira
Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. Eygló Ósk átti nánast fullkomið sund, bætti Íslandsmet sitt um tuttugu sekúndubrot og sýndi og sannaða enn án ný að hún er ein af bestu baksundskonum heims.Sjá einnig:Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Áður hafði Hrafnhildur Lúthersdóttir náð sjötta sætinu í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir sitt úrslitasund aðra nótt en aðeins einn annar sundmaður hafði komist áður svona langt fyrir þessa leika í Ríó. Örn Arnarson komst í úrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er svo geðveikt fyrir sundið á Íslandi. Ég vona svo mikið til þess að þetta hvetji alla krakka á Íslandi til að gefa allt sitt í það sem þau eru að gera. Leggi allan sinn metnað í þetta því þá geta þau gert allt sem þau vilja," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir sundið í nótt.Sjá einnig:Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Íþróttamaður ársins 2015 notaði tækifærið eftir frábært Íslandsmetssund sitt til að höfða til ungra krakkana heima. Hún beindi orðum sínum nefnilega sérstaklega til þeirra og vill að þau trúi og leggi allan metnað sinn í að verða góð í því sem þau eru að gera. „Þótt þið séuð frá Íslandi og eruð að æfa á Íslandi þá skiptir það ekki máli. Ég er að æfa á Íslandi. Ég hef borðað íslenskan mat og þarf að lifa á veturna á Íslandi. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú ert að gera eða hvar þú býrð. Ef þú gefur allt í þetta þá áttu að geta hvað sem þú vilt," sagði Eygló Ósk.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira