Grindhvaladráp Færeyinga Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Færeyjar Hvalir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun