Raggi Bjarna í fyrsta myndbandi Prins Póló á ensku Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. ágúst 2016 10:50 Nú er boðið upp á Prins Póló í Bandaríkjunum. Ekki pólska súkkulaðikexið heldur hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar bónda á Karlsstöðum. Lagið Hamster Charm sem er íslensk útgáfa af laginu Hamstra Sjarma er komið út á vegum bandarísku útgáfunnar Waxploitation. Nú er búið að gera nýtt skuggalegt myndband við lagið, leikstýrt er af Árna Sveinssyni, en þar glittir í nokkra góðkunningja Prinsins úr FM Belfast og fleiri auk nokkra óvæntra gesta. „Árni Sveins gerði þetta myndband með okkur í Góða Hirðinum eftir lokun,“ segir Prinsinn sem fullyrðir að hann hafi bara verið þar eins og hvert annað props. „Hann stýrði þessu með harðri hendi. Fékk Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvalds til þess að mæta. Ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Hann óð bara út í þetta. Ég er mjög sáttur við þessa útkomu. Hann fékk flottan tökumann og stærstu reykvél sem fékkst.“Myndbandið má sjá hér að ofan.Allt til á ensku ef heimsfrægðin kallarÚtgefandinn Waxploitation bað um að fá að gefa út lagið á ensku. Fyrirspurnin kom í gegnum netið en Svavar hefur aldrei hitt útgefanda sinn. Óhætt var þó að taka fyrirspurninni alvarlega þar sem fyrirtækið hefur áður gefið út listamenn á borð við Danger Mouse, Jack White, Noruh Jones og Gnarls Barkley. Prinsinn hringdi því í Þráinn mág sinn sem býr í Bandaríkjunum og bað hann um að skella textanum yfir á ensku. Þráinn mágur gerði gott betur en það og snaraði öllum Prins Póló lögunum yfir á ensku. „Það eru til enskar þýðingar á öllu ef heimsfrægðin bankar upp á. Ég gerði nú samt bara samning um þetta eina lag og ef þetta gengur vel þá get ég haldið áfram. Ef þetta verður ekkert stuð þá getur maður bara látið þetta gott heita þarna. Ég ákvað að leggja þetta lag undir í þessum samningi.“ Prins Póló hefur aldrei sungið á ensku en Svavar hefur þó gert það með hljómsveit sinni Skakkamanage.Næst á dagskrá á HavaríSvavar segir Verslunarmannahelgina hafa verið fína á Karlsstöðum í Berufirði, þar sem hann býr og stundar sinn búskap. Nýlega setti hann upp ásamt eiginkonu sinni Berglindi tónleika- og veitingarhlöðuna Havarí sem opnaði í sumar. „Það var reytingur af ferðafuglum um helgina,“ segir Svavar sáttur að lokum. Svavar segir líf og fjör vera í hlöðunni en næstu tónleikar þar, fyrir utan hið daglegt vöfflukaffi Prinsins auðvitað, eru með sveitinni FM Belfast 13 ágúst næstkomandi. Það má því búast við ærlegri sveitaballastemmningu þar. Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nú er boðið upp á Prins Póló í Bandaríkjunum. Ekki pólska súkkulaðikexið heldur hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar bónda á Karlsstöðum. Lagið Hamster Charm sem er íslensk útgáfa af laginu Hamstra Sjarma er komið út á vegum bandarísku útgáfunnar Waxploitation. Nú er búið að gera nýtt skuggalegt myndband við lagið, leikstýrt er af Árna Sveinssyni, en þar glittir í nokkra góðkunningja Prinsins úr FM Belfast og fleiri auk nokkra óvæntra gesta. „Árni Sveins gerði þetta myndband með okkur í Góða Hirðinum eftir lokun,“ segir Prinsinn sem fullyrðir að hann hafi bara verið þar eins og hvert annað props. „Hann stýrði þessu með harðri hendi. Fékk Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvalds til þess að mæta. Ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Hann óð bara út í þetta. Ég er mjög sáttur við þessa útkomu. Hann fékk flottan tökumann og stærstu reykvél sem fékkst.“Myndbandið má sjá hér að ofan.Allt til á ensku ef heimsfrægðin kallarÚtgefandinn Waxploitation bað um að fá að gefa út lagið á ensku. Fyrirspurnin kom í gegnum netið en Svavar hefur aldrei hitt útgefanda sinn. Óhætt var þó að taka fyrirspurninni alvarlega þar sem fyrirtækið hefur áður gefið út listamenn á borð við Danger Mouse, Jack White, Noruh Jones og Gnarls Barkley. Prinsinn hringdi því í Þráinn mág sinn sem býr í Bandaríkjunum og bað hann um að skella textanum yfir á ensku. Þráinn mágur gerði gott betur en það og snaraði öllum Prins Póló lögunum yfir á ensku. „Það eru til enskar þýðingar á öllu ef heimsfrægðin bankar upp á. Ég gerði nú samt bara samning um þetta eina lag og ef þetta gengur vel þá get ég haldið áfram. Ef þetta verður ekkert stuð þá getur maður bara látið þetta gott heita þarna. Ég ákvað að leggja þetta lag undir í þessum samningi.“ Prins Póló hefur aldrei sungið á ensku en Svavar hefur þó gert það með hljómsveit sinni Skakkamanage.Næst á dagskrá á HavaríSvavar segir Verslunarmannahelgina hafa verið fína á Karlsstöðum í Berufirði, þar sem hann býr og stundar sinn búskap. Nýlega setti hann upp ásamt eiginkonu sinni Berglindi tónleika- og veitingarhlöðuna Havarí sem opnaði í sumar. „Það var reytingur af ferðafuglum um helgina,“ segir Svavar sáttur að lokum. Svavar segir líf og fjör vera í hlöðunni en næstu tónleikar þar, fyrir utan hið daglegt vöfflukaffi Prinsins auðvitað, eru með sveitinni FM Belfast 13 ágúst næstkomandi. Það má því búast við ærlegri sveitaballastemmningu þar.
Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32
Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55
Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19