Frank Ocean sýnir á sér kollinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. ágúst 2016 10:00 Söngvarinn kom hingað til lands árið 2013 og spilaði í Laugardalshöllinni. Síðan þá hefur lítið gerst hjá honum annað en að hann hefur átt nokkrar gestainnkomur í lögum. Söngvarinn og Íslandsvinurinn Frank Ocean er mögulega að gefa út sína aðra hljóðversplötu, Boys Don't Cry, í dag. Mögulega – af því að þessi útgáfa hefur verið dagsett margoft áður en aldrei hefur komið nein plata. Raunar hefur kviknað orðrómur nánast í hverjum einasta mánuði á þessu ári um að nú sé komið að því – þetta sé mánuðurinn sem Boys Don‘t Cry kemur loksins út. Það eru liðin fjögur ár síðan hans fyrsta hljóðversplata, Channel Orange, kom út og aðdáendur hans eru orðnir ansi eftirvæntingarfullir – jafnvel í sumum tilvikum reiðir, eins og söngkonan Adele sem blótaði þessari heillöngu bið í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í fyrra. Fréttir af söngvaranum í hljóðveri með alls kyns stórstjörnum, eins og til dæmis James Blake, hafa bara kynt undir hjá æstum aðdáendalýðnum. Á samfélagsmiðlum er þessi endalausa bið orðin að brandara eða „meme“ sem hefur spunnist í endalausar áttir og snýst oftar en ekki um að Frank Ocean sé einhvers staðar týndur eða í felum. Síðast í júlí var það fullyrt að platan hans væri að koma út og tóku aðdáendur hans það mjög alvarlega en allt kom fyrir ekki – engin plata hefur enn komið út. Þann 1. ágúst síðastliðinn birti The New York Times grein þar sem það er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni með þekkingu á tónlistarbransanum að platan væri dagsett í dag, föstudaginn 5. ágúst, og þá einungis, að minnsta kosti fyrst um sinn, á Apple Music tónlistarveitunni. Það sem kannski gefur þessari fullyrðingu vigt er myndband sem birtist á heimasíðunni boysdontcry.co á mánudaginn var – í fyrstu hélt fólk að um beina útsendingu væri að ræða en síðar kom í ljós að þetta var myndbandslistaverk eftir leikstjórann Francisco Soriano en hann gaf það upp í færslu á Instagram en eyddi svo færslunni síðar. Í myndbandinu mátti sjá Apple-lógóið og er það í raun eina vísbendingin um að þessi ónefndi heimildarmaður The New York Times hafi rétt fyrir sér. Söngvarinn Frank Ocean skaust mjög hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann gaf út mixteipið Nostalgia, Ultra árið 2011. Fyrir það var söngvarinn nánast óþekktur meðal hins almenna tónlistaraðdáanda þó að hann hafi þá þegar verið orðinn ágætlega þekktur bak við tjöldin þar sem hann starfaði sem „ghostwriter“ fyrir meðal annars John Legend, Justin Bieber og Brandy. Áður hafði Frank Ocean komið inn í hiphop-fjöllistahópinn Odd Future sem á þeim tíma var nánast það eina sem tónlistarspekúlantar töluðu um og í kjölfarið gaf hann út Nostalgia, Ultra. Lögin Novacane og Swim Good vöktu mikla lukku og Frank túraði um Bandaríkin auk þess sem bæði lögin og mixteipið hans voru á mörgum listum tónlistargagnrýnenda yfir bestu tónlistina á árinu. Frank Ocean varð einskonar költhetja – hann kom nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti með mjög ferska nálgun að R&B-tónlist, með vel mótaða fagurfræði og sérstaka texta. Árið 2012 kom síðan út platan Channel Orange, fyrsta hljóðversplata söngvarans, og sló hún gjörsamlega í gegn. Kortér í útgáfu plötunnar sendi Frank frá sér eins konar tilkynningu á Tumblr-síðunni sinni þar sem hann skrifaði um sína fyrstu ást – það sem vakti athygli var að þar viðurkennir hann að hafa orðið ástfanginn af karlmanni þegar hann var 19 ára. Kynhneigð tónlistarmanna er yfirleitt ekkert stórmál en í heimi R&B- og hiphop-tónlistar, sem hefur aldrei verið þekkt fyrir umburðarlyndi, var þetta risaskref. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og kepptust kollegar hans í tónlistarheiminum við að styðja Frank opinberlega.Árið 2013 var Frank viðurkenndur af GLAAD sem „outstanding music artist“ fyrir Channel Orange. Þegar þessi orð eru skrifuð hefur Boys Don’t Cry ekki enn komið út – en það er alveg ljóst að um tímamótalistaverk verður að ræða þegar/ef hún loksins lítur dagsins ljós – ef ekki tónlistarlega, þá að minnsta kosti í því einu að hafa bara komið út almennt. Ef hún kemur ekki út þá munu ansi margir drengir, og stúlkur, gráta.Uppfært: Frank Ocean bregst okkur einu sinni enn.Hér er þráður á Reddit með viðbrögðum netverja sem ákváðu að vaka eftir plötunni. „11pm on a thursday night in the summer and i'm watching a dude spray painting some wooden boxes“ Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngvarinn og Íslandsvinurinn Frank Ocean er mögulega að gefa út sína aðra hljóðversplötu, Boys Don't Cry, í dag. Mögulega – af því að þessi útgáfa hefur verið dagsett margoft áður en aldrei hefur komið nein plata. Raunar hefur kviknað orðrómur nánast í hverjum einasta mánuði á þessu ári um að nú sé komið að því – þetta sé mánuðurinn sem Boys Don‘t Cry kemur loksins út. Það eru liðin fjögur ár síðan hans fyrsta hljóðversplata, Channel Orange, kom út og aðdáendur hans eru orðnir ansi eftirvæntingarfullir – jafnvel í sumum tilvikum reiðir, eins og söngkonan Adele sem blótaði þessari heillöngu bið í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í fyrra. Fréttir af söngvaranum í hljóðveri með alls kyns stórstjörnum, eins og til dæmis James Blake, hafa bara kynt undir hjá æstum aðdáendalýðnum. Á samfélagsmiðlum er þessi endalausa bið orðin að brandara eða „meme“ sem hefur spunnist í endalausar áttir og snýst oftar en ekki um að Frank Ocean sé einhvers staðar týndur eða í felum. Síðast í júlí var það fullyrt að platan hans væri að koma út og tóku aðdáendur hans það mjög alvarlega en allt kom fyrir ekki – engin plata hefur enn komið út. Þann 1. ágúst síðastliðinn birti The New York Times grein þar sem það er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni með þekkingu á tónlistarbransanum að platan væri dagsett í dag, föstudaginn 5. ágúst, og þá einungis, að minnsta kosti fyrst um sinn, á Apple Music tónlistarveitunni. Það sem kannski gefur þessari fullyrðingu vigt er myndband sem birtist á heimasíðunni boysdontcry.co á mánudaginn var – í fyrstu hélt fólk að um beina útsendingu væri að ræða en síðar kom í ljós að þetta var myndbandslistaverk eftir leikstjórann Francisco Soriano en hann gaf það upp í færslu á Instagram en eyddi svo færslunni síðar. Í myndbandinu mátti sjá Apple-lógóið og er það í raun eina vísbendingin um að þessi ónefndi heimildarmaður The New York Times hafi rétt fyrir sér. Söngvarinn Frank Ocean skaust mjög hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann gaf út mixteipið Nostalgia, Ultra árið 2011. Fyrir það var söngvarinn nánast óþekktur meðal hins almenna tónlistaraðdáanda þó að hann hafi þá þegar verið orðinn ágætlega þekktur bak við tjöldin þar sem hann starfaði sem „ghostwriter“ fyrir meðal annars John Legend, Justin Bieber og Brandy. Áður hafði Frank Ocean komið inn í hiphop-fjöllistahópinn Odd Future sem á þeim tíma var nánast það eina sem tónlistarspekúlantar töluðu um og í kjölfarið gaf hann út Nostalgia, Ultra. Lögin Novacane og Swim Good vöktu mikla lukku og Frank túraði um Bandaríkin auk þess sem bæði lögin og mixteipið hans voru á mörgum listum tónlistargagnrýnenda yfir bestu tónlistina á árinu. Frank Ocean varð einskonar költhetja – hann kom nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti með mjög ferska nálgun að R&B-tónlist, með vel mótaða fagurfræði og sérstaka texta. Árið 2012 kom síðan út platan Channel Orange, fyrsta hljóðversplata söngvarans, og sló hún gjörsamlega í gegn. Kortér í útgáfu plötunnar sendi Frank frá sér eins konar tilkynningu á Tumblr-síðunni sinni þar sem hann skrifaði um sína fyrstu ást – það sem vakti athygli var að þar viðurkennir hann að hafa orðið ástfanginn af karlmanni þegar hann var 19 ára. Kynhneigð tónlistarmanna er yfirleitt ekkert stórmál en í heimi R&B- og hiphop-tónlistar, sem hefur aldrei verið þekkt fyrir umburðarlyndi, var þetta risaskref. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og kepptust kollegar hans í tónlistarheiminum við að styðja Frank opinberlega.Árið 2013 var Frank viðurkenndur af GLAAD sem „outstanding music artist“ fyrir Channel Orange. Þegar þessi orð eru skrifuð hefur Boys Don’t Cry ekki enn komið út – en það er alveg ljóst að um tímamótalistaverk verður að ræða þegar/ef hún loksins lítur dagsins ljós – ef ekki tónlistarlega, þá að minnsta kosti í því einu að hafa bara komið út almennt. Ef hún kemur ekki út þá munu ansi margir drengir, og stúlkur, gráta.Uppfært: Frank Ocean bregst okkur einu sinni enn.Hér er þráður á Reddit með viðbrögðum netverja sem ákváðu að vaka eftir plötunni. „11pm on a thursday night in the summer and i'm watching a dude spray painting some wooden boxes“
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira