Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni þegar Irina keppir í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 13:30 Irina Sazonova. Vísir/Anton Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira