Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad: „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er“ Birta Svavarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 14:34 Ibtihaj Muhammad er fyrsta bandaríska íþróttakonan sem keppir á Ólympíuleikunum íklædd hijab. Vísir/Getty Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna íklædd hijab, hefðbundinni höfuðslæðu múslimakvenna. Muhammad, sem er fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur verið hluti af bandaríska landsliðinu í skylmingum síðan 2010 og er sem stendur í áttunda sæti yfir bestu skylmingakonur heims og í öðru sæti í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig kennt forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, skylmingar. Í samtali við BBC Sport segist Muhammad vera spennt að skora á þær staðalímyndir sem fólk hefur um konur og íslam. Hún segir það vera sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar innan stjórnmálaumhverfis Bandaríkjanna í dag, en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur í kosningabaráttu sinni meðal annars sagst vilja láta reka alla múslima úr landi. Muhammad segir að það ríki mikill misskilningur í heiminum varðandi íslam. Til að mynda sé það val hvers og eins að ganga með slæðu. „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er, og minnir mig á mikilvægi þess að vera í tengslum við trú mína og uppruna. Þetta er mitt persónulega val.“ Ibtihaj Muhammad var útnefnd af tímaritinu Time sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2016. Þá hefur henni einnig verið líkt við bandaríska boxarann og mannréttindatalsmanninn Muhammad Ali, en hann lést nú fyrr á árinu. Ibtihaj Muhammad keppir fyrir hönd bandaríska skylmingalandsliðsins í dag, 8. ágúst, í Ríó. Hér að neðan má sjá viðtal við Ibtihaj hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum og grínistanum Stephen Colbert. Þau munda einnig sverðin og takast á í bráðskemmtilegum bardaga þar sem stutt er í grínið hjá þeim báðum. Donald Trump Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna íklædd hijab, hefðbundinni höfuðslæðu múslimakvenna. Muhammad, sem er fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur verið hluti af bandaríska landsliðinu í skylmingum síðan 2010 og er sem stendur í áttunda sæti yfir bestu skylmingakonur heims og í öðru sæti í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig kennt forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, skylmingar. Í samtali við BBC Sport segist Muhammad vera spennt að skora á þær staðalímyndir sem fólk hefur um konur og íslam. Hún segir það vera sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar innan stjórnmálaumhverfis Bandaríkjanna í dag, en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur í kosningabaráttu sinni meðal annars sagst vilja láta reka alla múslima úr landi. Muhammad segir að það ríki mikill misskilningur í heiminum varðandi íslam. Til að mynda sé það val hvers og eins að ganga með slæðu. „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er, og minnir mig á mikilvægi þess að vera í tengslum við trú mína og uppruna. Þetta er mitt persónulega val.“ Ibtihaj Muhammad var útnefnd af tímaritinu Time sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2016. Þá hefur henni einnig verið líkt við bandaríska boxarann og mannréttindatalsmanninn Muhammad Ali, en hann lést nú fyrr á árinu. Ibtihaj Muhammad keppir fyrir hönd bandaríska skylmingalandsliðsins í dag, 8. ágúst, í Ríó. Hér að neðan má sjá viðtal við Ibtihaj hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum og grínistanum Stephen Colbert. Þau munda einnig sverðin og takast á í bráðskemmtilegum bardaga þar sem stutt er í grínið hjá þeim báðum.
Donald Trump Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira