Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2016 09:07 Khan-hjónin ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins fyrr í vikunni. Vísir/AFP Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004. Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Sjá meira
Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Sjá meira
Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37
Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58
Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00