Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2 | Valsmenn í úrslit annað árið í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson á JÁVERK-vellinum á Selfossi skrifar 27. júlí 2016 22:00 Valsmenn mæta annað hvort ÍBV eða FH í bikarúrslitaleiknum 13. ágúst. vísir/eyþór Valsmenn eru komnir í úrslit Borgunarbikarsins annað árið í röð eftir 1-2 sigur á 1. deildarliði Selfoss á útivelli í kvöld. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar og þeir fá tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn 13. ágúst næstkomandi. Valur mætir annað hvort ÍBV eða FH í úrslitaleiknum. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fyrra mark Vals með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 50. mínútu. Nafni hans Ingi Halldórsson kom gestunum svo í 0-2 níu mínútum fyrir leikslok og útlitið bjart fyrir Valsmenn. En Selfyssingar gáfust ekki upp og James Mack hleypti mikilli spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-2 á 89. mínútu. Nær komust heimamenn þó ekki og Valsmenn fögnuðu sigri og sæti í bikarúrslitaleiknum.Af hverju vann Valur? Selfoss byrjaði leikinn betur og átti skot í stöng á 15. mínútu sem segja má að hafi vakið Valsliðið til lífsins eftir dapra byrjun gestanna. Frá og með stangarskotinu voru Valsmenn mun betri aðilinn í leiknum og þá sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks þegar Kristinn Freyr skoraði fyrra mark liðsins beint úr aukaspyrnu. Selfyssingar börðust af krafti í leiknum en það eru meiri gæði í liði Vals sem skildu á milli þegar yfir lauk. Aukaspyrna Kristins Freys er gott dæmi um það og eins fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar í öðru markinu og hvernig Kristinn Ingi Halldórsson lagði boltann fyrir sig í teignum eftir að Vignir Jóhannesson varði fastan skalla Orra Sigurðar Ómarssonar.Þessir stóðu upp úr Það var nokkuð gott jafnvægi í liði Vals. Selfyssingar réðu lítið við Kristinn Frey í holunni hjá Val. Kristinn er í senn leikinn og grjótharður og fór oft illa með heimamenn í leiknum. Orri Sigurður Ómarsson var einnig mjög öflugur í vörninni og bætti að miklu leyti fyrir skarðið sem leikbann Rasmus Christiansen skildi eftir sig. Orri stöðvaði ófáar sóknirnar auk þess sem hann skilaði boltanum vel út úr vörninni. Hjá Selfossi skaraði Ivan Gutierrez framúr. Þar fer leikinn leikmaður sem býr yfir mikilli og góðri sendingagetu. Hann skapaði helstu hætturnar upp við mark Vals auk þess að láta vel til sín taka á miðjunni.Hvað gerist næst? Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Selfoss stefndi á þriðja bikarúrslitaleik sinn í röð því hann fór með kvennalið Selfoss alla leið í úrslitin tvö síðustu árin. Frábært bikarár hjá honum og Selfossliðinu er þó lokið þetta árið en liðið sló KR meðal annars úr leik. Ólafur Jóhannesson og Valur eru aftur á móti á leið í úrslitaleik Borgunarbikarsins annað árið í röð þar sem Valur fær tækifæri til að verja bikarinn sem liðið vann í fyrra. Þar mætir liðið annað hvort ÍBV eða fyrrum lærisveinum Ólafs í FH en ÍBV og FH mætast í Eyjum annað kvöld. Kristinn Freyr: Þurftum mark til að ná þeim út úr stöðumKristinn Freyr Sigurðsson kom Val á bragðið með góðu marki beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks þegar Valur lagði Selfoss 2-1 í kvöld. „Þetta setti okkur í góða stöðu að koma inn í seinni hálfleikinn og skora strax. Það breytir miklu,“ sagði Kristinn Freyr. „Þeir liggja aftaflega og við þurftum mark til að ná þeim út úr stöðum og gera hlutina auðveldari fyrir okkur.“ Selfoss byrjaði leikinn vel og var í tvígang nálægt því að skora áður en Valur vaknaði til lífsins. „Þeir eru mjög þéttir og færa liðið mjög vel. Við vorum ekki nógu klókir að færa boltann í fyrri hálfleik á milli kanta en það gekk ágætlega í seinni hálfleik.“ Valur komst í 2-0 í leiknum en Selfoss minnkaði muninn þegar skammt var eftir og henti öllu fram til að reyna að knýja fram framlengingu undir lokin. „Manni bregður en ég held að maður sé alltaf rólegri inni á vellinum heldur en fyrir utan og því voru áhorfendur kannski aðeins stressaðari heldur en við,“ sagði Kristinn Freyr sem sagðist vera alveg sama hvort Valur mæti ÍBV eða FH í úrslitaleiknum 13. ágúst. Gunnar: Komum þungir inn í seinni hálfleikinnGunnar Rafn Borgþórsson stýrði kvennaliði Selfoss í bikarúrslit tvö síðustu árin og komst mjög nálægt því að fara þangað líka með karlaliðið. „Ég er minnst að hugsa um mig í þessu samhengi. Ég er bara fúll eins og liðið að tapa,“ sagði Gunnar Rafn. „Við ætluðum að taka á móti Valsmönnum og vinna. Það sýnir metnaðinn í félaginu.“ Selfoss byrjaði leikinn betur og minnkaði muninn seint í leiknum og gerði hvað liðið gat til að jafna metin í lokin. „Við þurfum að halda gæðunum okkar. Við sýndum mikil gæði fyrstu 20 mínúturnar. Við fengum góð færi og vörðumst hrikalega vel. Svo dettur þetta aðeins niður. „Við komum þungir inn í seinni hálfleikinn en náum að rífa okkur upp og hefðum með heppni jafnvel getað jafnað ef eitthvað hefði dottið með okkur,“ sagði Gunnar. Valur komst yfir með laglegur marki beint úr aukaspyrnu snemma í seinni hálfleik og var Gunnar í engum vafa með að hægt var að koma í veg fyrir það mark þó erfitt hafi verið að verja skotið. „Við hefðum ekki þurft að brjóta af okkur og við hefðum getað varist betur. Það er mjög auðvelt að segja það en svona atvik koma oft fyrir í leik og við fengum aukaspyrnur á góðum stað líka sem við hefðum átt að nýta betur og við skjótum í stöng. „Mér fannst þetta jafn og skemmtilegur leikur þó við höfum varist töluvert meira eftir fyrstu 20 mínúturnar og fram að síðustu 15 í seinni hálfleik. Þetta voru tvö góð lið og þetta hefði getað endað hvorum megin sem var,“ sagði Gunnar Rafn segir þennan góða árangur í Borgunarbikarnum hafa gefið liðinu mikið. „Það er mjög mikið af góðu fólki sem mætti og studdi liðið hér í kvöld og fjöldi af krökkum að horfa á liðið. Það hefur verið dræm mæting undanfarin ár og við erum að fá mjög góðan stuðning og jákvæða umfjöllun sem er mjög gott. „Þetta gefur okkur stóran leik og strákarnir finna lyktina af því hvernig er að spila úrslitaleik. Við erum með mikið af ungum strákum og erum að byggja á okkar mönnum svið við ætlum að gera áfram.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Valsmenn eru komnir í úrslit Borgunarbikarsins annað árið í röð eftir 1-2 sigur á 1. deildarliði Selfoss á útivelli í kvöld. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar og þeir fá tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn 13. ágúst næstkomandi. Valur mætir annað hvort ÍBV eða FH í úrslitaleiknum. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fyrra mark Vals með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 50. mínútu. Nafni hans Ingi Halldórsson kom gestunum svo í 0-2 níu mínútum fyrir leikslok og útlitið bjart fyrir Valsmenn. En Selfyssingar gáfust ekki upp og James Mack hleypti mikilli spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-2 á 89. mínútu. Nær komust heimamenn þó ekki og Valsmenn fögnuðu sigri og sæti í bikarúrslitaleiknum.Af hverju vann Valur? Selfoss byrjaði leikinn betur og átti skot í stöng á 15. mínútu sem segja má að hafi vakið Valsliðið til lífsins eftir dapra byrjun gestanna. Frá og með stangarskotinu voru Valsmenn mun betri aðilinn í leiknum og þá sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks þegar Kristinn Freyr skoraði fyrra mark liðsins beint úr aukaspyrnu. Selfyssingar börðust af krafti í leiknum en það eru meiri gæði í liði Vals sem skildu á milli þegar yfir lauk. Aukaspyrna Kristins Freys er gott dæmi um það og eins fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar í öðru markinu og hvernig Kristinn Ingi Halldórsson lagði boltann fyrir sig í teignum eftir að Vignir Jóhannesson varði fastan skalla Orra Sigurðar Ómarssonar.Þessir stóðu upp úr Það var nokkuð gott jafnvægi í liði Vals. Selfyssingar réðu lítið við Kristinn Frey í holunni hjá Val. Kristinn er í senn leikinn og grjótharður og fór oft illa með heimamenn í leiknum. Orri Sigurður Ómarsson var einnig mjög öflugur í vörninni og bætti að miklu leyti fyrir skarðið sem leikbann Rasmus Christiansen skildi eftir sig. Orri stöðvaði ófáar sóknirnar auk þess sem hann skilaði boltanum vel út úr vörninni. Hjá Selfossi skaraði Ivan Gutierrez framúr. Þar fer leikinn leikmaður sem býr yfir mikilli og góðri sendingagetu. Hann skapaði helstu hætturnar upp við mark Vals auk þess að láta vel til sín taka á miðjunni.Hvað gerist næst? Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Selfoss stefndi á þriðja bikarúrslitaleik sinn í röð því hann fór með kvennalið Selfoss alla leið í úrslitin tvö síðustu árin. Frábært bikarár hjá honum og Selfossliðinu er þó lokið þetta árið en liðið sló KR meðal annars úr leik. Ólafur Jóhannesson og Valur eru aftur á móti á leið í úrslitaleik Borgunarbikarsins annað árið í röð þar sem Valur fær tækifæri til að verja bikarinn sem liðið vann í fyrra. Þar mætir liðið annað hvort ÍBV eða fyrrum lærisveinum Ólafs í FH en ÍBV og FH mætast í Eyjum annað kvöld. Kristinn Freyr: Þurftum mark til að ná þeim út úr stöðumKristinn Freyr Sigurðsson kom Val á bragðið með góðu marki beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks þegar Valur lagði Selfoss 2-1 í kvöld. „Þetta setti okkur í góða stöðu að koma inn í seinni hálfleikinn og skora strax. Það breytir miklu,“ sagði Kristinn Freyr. „Þeir liggja aftaflega og við þurftum mark til að ná þeim út úr stöðum og gera hlutina auðveldari fyrir okkur.“ Selfoss byrjaði leikinn vel og var í tvígang nálægt því að skora áður en Valur vaknaði til lífsins. „Þeir eru mjög þéttir og færa liðið mjög vel. Við vorum ekki nógu klókir að færa boltann í fyrri hálfleik á milli kanta en það gekk ágætlega í seinni hálfleik.“ Valur komst í 2-0 í leiknum en Selfoss minnkaði muninn þegar skammt var eftir og henti öllu fram til að reyna að knýja fram framlengingu undir lokin. „Manni bregður en ég held að maður sé alltaf rólegri inni á vellinum heldur en fyrir utan og því voru áhorfendur kannski aðeins stressaðari heldur en við,“ sagði Kristinn Freyr sem sagðist vera alveg sama hvort Valur mæti ÍBV eða FH í úrslitaleiknum 13. ágúst. Gunnar: Komum þungir inn í seinni hálfleikinnGunnar Rafn Borgþórsson stýrði kvennaliði Selfoss í bikarúrslit tvö síðustu árin og komst mjög nálægt því að fara þangað líka með karlaliðið. „Ég er minnst að hugsa um mig í þessu samhengi. Ég er bara fúll eins og liðið að tapa,“ sagði Gunnar Rafn. „Við ætluðum að taka á móti Valsmönnum og vinna. Það sýnir metnaðinn í félaginu.“ Selfoss byrjaði leikinn betur og minnkaði muninn seint í leiknum og gerði hvað liðið gat til að jafna metin í lokin. „Við þurfum að halda gæðunum okkar. Við sýndum mikil gæði fyrstu 20 mínúturnar. Við fengum góð færi og vörðumst hrikalega vel. Svo dettur þetta aðeins niður. „Við komum þungir inn í seinni hálfleikinn en náum að rífa okkur upp og hefðum með heppni jafnvel getað jafnað ef eitthvað hefði dottið með okkur,“ sagði Gunnar. Valur komst yfir með laglegur marki beint úr aukaspyrnu snemma í seinni hálfleik og var Gunnar í engum vafa með að hægt var að koma í veg fyrir það mark þó erfitt hafi verið að verja skotið. „Við hefðum ekki þurft að brjóta af okkur og við hefðum getað varist betur. Það er mjög auðvelt að segja það en svona atvik koma oft fyrir í leik og við fengum aukaspyrnur á góðum stað líka sem við hefðum átt að nýta betur og við skjótum í stöng. „Mér fannst þetta jafn og skemmtilegur leikur þó við höfum varist töluvert meira eftir fyrstu 20 mínúturnar og fram að síðustu 15 í seinni hálfleik. Þetta voru tvö góð lið og þetta hefði getað endað hvorum megin sem var,“ sagði Gunnar Rafn segir þennan góða árangur í Borgunarbikarnum hafa gefið liðinu mikið. „Það er mjög mikið af góðu fólki sem mætti og studdi liðið hér í kvöld og fjöldi af krökkum að horfa á liðið. Það hefur verið dræm mæting undanfarin ár og við erum að fá mjög góðan stuðning og jákvæða umfjöllun sem er mjög gott. „Þetta gefur okkur stóran leik og strákarnir finna lyktina af því hvernig er að spila úrslitaleik. Við erum með mikið af ungum strákum og erum að byggja á okkar mönnum svið við ætlum að gera áfram.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira