Einelti eða einsýni? Árni Páll Árnason skrifar 28. júlí 2016 06:00 Ögmundur Jónasson kom Mjólkursamsölunni til varnar í blaðinu í vikunni og ásakaði Samkeppniseftirlitið og gagnrýnendur um einelti í garð MS. Allt það sem Ögmundur telur MS til tekna er óumdeilt. Bændur eiga þetta samlag í félagslegri eigu og ekkert athugavert við það. Samþjöppun í afurðakerfinu hefur vissulega dregið úr kostnaði, þótt samkeppni milli afurðastöðva hefði mögulega líka getað gert það. Um það verður því miður aldrei fullyrt. Þegar mjólkurbúinu í Borgarnesi var lokað lá fyrir tilboð einkaaðila á drykkjarvörumarkaði um kaup á búinu. Eigum við að velta fyrir okkur hvað samkeppni á vinnslustigi hefði getað þýtt í hækkuðu afurðaverði til bænda? Til að koma samþjöppuninni á var MS veitt undanþága frá samkeppnislögum, sem átti að vera tímabundin. Í skjóli þessarar undanþágu – sem nú á að gera varanlega – hefur MS hins vegar forðast að laga hið sameinaða fyrirtæki að eðlilegum starfsháttum á markaði og misnotað undanþáguna til að beita mismunun í verðlagningu til skyldra og óskyldra aðila. Það er ekki í samræmi við hagsmuni bænda að draga úr nýsköpun og vöruþróun í mjólkuriðnaði með því að drepa skipulega alla samkeppni af MS. Það kann hins vegar að vera stjórnendum MS í hag. Einsýni þeirra í markaðshegðun er vandamálið. Afstaða VG í afurðamálum bænda er mér viðvarandi undrunarefni, þar sem flokkurinn tekur ávallt sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Ögmundur má passa sig að verða ekki óviljandi varðhundur fyrir óforskammaða fákeppnishunda í réttmætri löngun til að koma bændum til varnar. Misnotkun markaðsráðandi stöðu er aldrei nauðsynleg afleiðing félagslegs rekstrar. Hún er ofbeldi og á ávallt að fordæma sem slíka. Að gefa slíkri markaðshegðun gæðastimpil sem „úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins“ er fullkomlega út í hött. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið andsnúin því að eitthvað annað gildi um mjólkuriðnaðinn en almennar samkeppnisreglur. Sprotarnir sem hafa náð að verða til við hlið MS hafa sýnt frumkvæði í vöruþróun, en verið svo kæfðir. Eftir stendur mjólkuriðnaður þar sem vöruframboð er fáránlega einhæft og vöruþróun lítil. Vegna skorts á samkeppni er MS gríðarlega aftarlega á merinni þegar kemur að t.d. sykurinnihaldi í afurðum og vann – allavega til skamms tíma – skyr ekki einu sinni úr þeim skyrgerlum sem hefðbundin framleiðsluaðferð kveður á um. „Ég á þetta, ég má þetta“ gætu verið einkunnarorð stjórnenda MS. Það þarf ekki að nota bestu fáanlegu náttúruleg bragðefni, ekki draga úr sykurmagni og ekki nota skyrgerla til að búa til skyr. Það er enda hægt að henda öllu í okkur – við eigum ekkert val. Bændur hefðu af því mikinn hag að samkeppnisaðilar fengju að þrífast við hlið MS og bjóða fjölbreyttari vörur. Þá myndi mjólkurneysla væntanlega aukast og bændur njóta vel. Þetta kerfi hefur gengið sér til húðar og það munu líka gera þeir stjórnmálaflokkar sem ætla að standa um það vörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson kom Mjólkursamsölunni til varnar í blaðinu í vikunni og ásakaði Samkeppniseftirlitið og gagnrýnendur um einelti í garð MS. Allt það sem Ögmundur telur MS til tekna er óumdeilt. Bændur eiga þetta samlag í félagslegri eigu og ekkert athugavert við það. Samþjöppun í afurðakerfinu hefur vissulega dregið úr kostnaði, þótt samkeppni milli afurðastöðva hefði mögulega líka getað gert það. Um það verður því miður aldrei fullyrt. Þegar mjólkurbúinu í Borgarnesi var lokað lá fyrir tilboð einkaaðila á drykkjarvörumarkaði um kaup á búinu. Eigum við að velta fyrir okkur hvað samkeppni á vinnslustigi hefði getað þýtt í hækkuðu afurðaverði til bænda? Til að koma samþjöppuninni á var MS veitt undanþága frá samkeppnislögum, sem átti að vera tímabundin. Í skjóli þessarar undanþágu – sem nú á að gera varanlega – hefur MS hins vegar forðast að laga hið sameinaða fyrirtæki að eðlilegum starfsháttum á markaði og misnotað undanþáguna til að beita mismunun í verðlagningu til skyldra og óskyldra aðila. Það er ekki í samræmi við hagsmuni bænda að draga úr nýsköpun og vöruþróun í mjólkuriðnaði með því að drepa skipulega alla samkeppni af MS. Það kann hins vegar að vera stjórnendum MS í hag. Einsýni þeirra í markaðshegðun er vandamálið. Afstaða VG í afurðamálum bænda er mér viðvarandi undrunarefni, þar sem flokkurinn tekur ávallt sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Ögmundur má passa sig að verða ekki óviljandi varðhundur fyrir óforskammaða fákeppnishunda í réttmætri löngun til að koma bændum til varnar. Misnotkun markaðsráðandi stöðu er aldrei nauðsynleg afleiðing félagslegs rekstrar. Hún er ofbeldi og á ávallt að fordæma sem slíka. Að gefa slíkri markaðshegðun gæðastimpil sem „úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins“ er fullkomlega út í hött. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið andsnúin því að eitthvað annað gildi um mjólkuriðnaðinn en almennar samkeppnisreglur. Sprotarnir sem hafa náð að verða til við hlið MS hafa sýnt frumkvæði í vöruþróun, en verið svo kæfðir. Eftir stendur mjólkuriðnaður þar sem vöruframboð er fáránlega einhæft og vöruþróun lítil. Vegna skorts á samkeppni er MS gríðarlega aftarlega á merinni þegar kemur að t.d. sykurinnihaldi í afurðum og vann – allavega til skamms tíma – skyr ekki einu sinni úr þeim skyrgerlum sem hefðbundin framleiðsluaðferð kveður á um. „Ég á þetta, ég má þetta“ gætu verið einkunnarorð stjórnenda MS. Það þarf ekki að nota bestu fáanlegu náttúruleg bragðefni, ekki draga úr sykurmagni og ekki nota skyrgerla til að búa til skyr. Það er enda hægt að henda öllu í okkur – við eigum ekkert val. Bændur hefðu af því mikinn hag að samkeppnisaðilar fengju að þrífast við hlið MS og bjóða fjölbreyttari vörur. Þá myndi mjólkurneysla væntanlega aukast og bændur njóta vel. Þetta kerfi hefur gengið sér til húðar og það munu líka gera þeir stjórnmálaflokkar sem ætla að standa um það vörð.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun