Ofboðslega sátt við þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2016 06:00 Ásdís kastaði 60,37 metra í úrslitunum. vísir/getty Ísland átti tvo fulltrúa í úrslitum á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam á laugardaginn; þær Anítu Hinriksdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur sem kepptu í 800 metra hlaupi og spjótkasti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppti einnig í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn. Arna Stefanía hljóp á 57,24 sekúndum og endaði í 18. sæti í undanúrslitum á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna. Ekki nóg með það, þá setti Hafdís Sigurðardóttir nýtt Íslandsmet í langstökki á móti rétt fyrir utan Amsterdam á laugardaginn. Hafdís stökk 6,62 metra og var aðeins 0,08 metrum frá Ólympíulágmarkinu. Laugardagurinn var því sannarlega frábær hjá íslenskum frjálsíþróttakonum.Aníta í úrslitahlaupinu.vísir/gettyAníta og Ásdís enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum. Aníta hljóp á 2:02,55 mínútum í sínu fyrsta úrslitahlaupi á stórmóti utanhúss. Fyrri hringurinn var mjög hraður en Aníta gaf eftir á lokasprettinum og kom síðust í mark á tíma sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís byrjaði af miklum krafti í úrslitakeppninni í spjótkastinu og kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun. Þetta er næstlengsta kast Ásdísar á stórmóti en Íslandsmet hennar frá Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum er 62,77 metrar. „Ég er ofboðslega sátt við þetta,“ sagði Ásdís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Ég kem inn í þetta mót með nítjánda besta árangurinn í Evrópu í ár og af keppendunum á EM er ég einhvers staðar í kringum 16.-18. sæti. Ég enda í 8. sæti þannig ég held að ég geti verið ansi sátt.“ Ásdís endaði sem áður sagði í 8. sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi hrósaði sigri í spjótkastskeppninni en hún grýtti spjótinu lengst 66,34 metra. „Það var rosalega erfitt að kasta en það var hrikalega mikill vindur inni á vellinum. Að ná tveimur 60 metra köstum í svona aðstæðum er alveg frábært,“ sagði Ásdís. „Ég vildi annað hvort kasta yfir 60 metra eða enda í einu af átta efstu sætunum. Ég gerði bæði þannig að ég er mjög sátt.“ Aðeins mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir. Ásdís er þar á meðal keppenda en hún náði Ólympíulágmarkinu þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí í fyrra. „Ólympíuleikarnir eru aðal atriðið og það sem við erum að æfa fyrir. Þetta [EM] var bara generalprufa,“ sagði Ásdís sem keppir á tveimur mótum áður en hún fer til Brasilíu. „Ég keppi annað hvort á Demantamótinu í Mónakó á föstudaginn eða svissneska meistaramótinu um næstu helgi. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég komist inn en ég held enn í vonina. Helgina þar á eftir keppi ég svo á Íslandsmeistaramótinu. Ég flýg svo til Brasilíu í byrjun ágúst, verð á opnunarhátíðinni og fer svo í æfingabúðir og kem ekki aftur í Ólympíuþorpið fyrr en tveimur dögum fyrir keppni.“ Ásdís er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún endaði í 11. sæti í London 2012. En hvaða markmið hefur Ásdís sett sér fyrir leikana í Ríó? „Ég er með mín markmið sem ég ætla að halda fyrir mig þangað til eftir keppnina allavega. Ég ætla bara að gera eins vel og ég get,“ svaraði Ásdís. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Ísland átti tvo fulltrúa í úrslitum á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam á laugardaginn; þær Anítu Hinriksdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur sem kepptu í 800 metra hlaupi og spjótkasti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppti einnig í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn. Arna Stefanía hljóp á 57,24 sekúndum og endaði í 18. sæti í undanúrslitum á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna. Ekki nóg með það, þá setti Hafdís Sigurðardóttir nýtt Íslandsmet í langstökki á móti rétt fyrir utan Amsterdam á laugardaginn. Hafdís stökk 6,62 metra og var aðeins 0,08 metrum frá Ólympíulágmarkinu. Laugardagurinn var því sannarlega frábær hjá íslenskum frjálsíþróttakonum.Aníta í úrslitahlaupinu.vísir/gettyAníta og Ásdís enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum. Aníta hljóp á 2:02,55 mínútum í sínu fyrsta úrslitahlaupi á stórmóti utanhúss. Fyrri hringurinn var mjög hraður en Aníta gaf eftir á lokasprettinum og kom síðust í mark á tíma sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís byrjaði af miklum krafti í úrslitakeppninni í spjótkastinu og kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun. Þetta er næstlengsta kast Ásdísar á stórmóti en Íslandsmet hennar frá Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum er 62,77 metrar. „Ég er ofboðslega sátt við þetta,“ sagði Ásdís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Ég kem inn í þetta mót með nítjánda besta árangurinn í Evrópu í ár og af keppendunum á EM er ég einhvers staðar í kringum 16.-18. sæti. Ég enda í 8. sæti þannig ég held að ég geti verið ansi sátt.“ Ásdís endaði sem áður sagði í 8. sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi hrósaði sigri í spjótkastskeppninni en hún grýtti spjótinu lengst 66,34 metra. „Það var rosalega erfitt að kasta en það var hrikalega mikill vindur inni á vellinum. Að ná tveimur 60 metra köstum í svona aðstæðum er alveg frábært,“ sagði Ásdís. „Ég vildi annað hvort kasta yfir 60 metra eða enda í einu af átta efstu sætunum. Ég gerði bæði þannig að ég er mjög sátt.“ Aðeins mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir. Ásdís er þar á meðal keppenda en hún náði Ólympíulágmarkinu þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí í fyrra. „Ólympíuleikarnir eru aðal atriðið og það sem við erum að æfa fyrir. Þetta [EM] var bara generalprufa,“ sagði Ásdís sem keppir á tveimur mótum áður en hún fer til Brasilíu. „Ég keppi annað hvort á Demantamótinu í Mónakó á föstudaginn eða svissneska meistaramótinu um næstu helgi. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég komist inn en ég held enn í vonina. Helgina þar á eftir keppi ég svo á Íslandsmeistaramótinu. Ég flýg svo til Brasilíu í byrjun ágúst, verð á opnunarhátíðinni og fer svo í æfingabúðir og kem ekki aftur í Ólympíuþorpið fyrr en tveimur dögum fyrir keppni.“ Ásdís er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún endaði í 11. sæti í London 2012. En hvaða markmið hefur Ásdís sett sér fyrir leikana í Ríó? „Ég er með mín markmið sem ég ætla að halda fyrir mig þangað til eftir keppnina allavega. Ég ætla bara að gera eins vel og ég get,“ svaraði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira