Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:00 Cristiano Ronaldo var í miklu stuði á Stade de France í gærkvöldi. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00