KSÍ má ekki blása of mikið út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 06:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í heiðursstúkunni á Stade de France á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00