Rekinn, sektaður og fangelsaður fyrir að brjótast inn í tölvu mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 23:00 Njósnari bandaríska hafnarboltaliðsins St. Louis Cardinals gekk alltof langt í að reyna að afla sér upplýsinga um mótherjana liðsins. Svo langt gekk hann að hann situr nú eftir atvinnulaus í fangelsi með 34 milljón króna sekt á bakinu. Hinn 35 ára gamli Chris Correa starfaði sem yfirnjósnari hjá St. Louis Cardinals en varð uppvís að því að brjótast inn í tölvukerfi Houston Astros. Chris Correa fékk 46 mánaða fangelsisdóm en auk þess þurfti hann að borga 279 þúsund dollara í sekt eða meira en 34 milljónir íslenskra króna. Upp komst um athæfi Chris Correa í júní 2014 þegar framkvæmdastjóri Houston Astros lét vita af þessu en hann hafði áður unnið fyrir Cardinals-liðið. Chris Correa hefur beðist afsökunar á framferði sínu en hann getur gleymt því að fá vinni í bandaríska hafnarboltanum þar sem eftir lifir ævi sinnar. „Ég braut gegn mínum gildum og þetta var rangt hjá mér. Ég hegðaði mér skammarlega. Þetta er það versta sem ég hef gert á allri minni ævi," sagði Chris Correa. Bandaríska alríkislögreglan metur það sem svo að Houston Astros hafi tapað 1,7 milljónum dollara vegna „innbrots" Chris Correa en það eru 208 milljónir íslenskra króna. Chris Correa hefur fengið sinn dóm og sína refsingu en það má líka búast við því að bandaríska hafnarboltadeildin mun refsa St. Louis Cardinals fyrir verknað starfsmanns þeirra. MLB-deildin mun bíða með refsingu þangað til að menn þar á bæ hafa fengið að fara í gegnum öll málsgögn. Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Njósnari bandaríska hafnarboltaliðsins St. Louis Cardinals gekk alltof langt í að reyna að afla sér upplýsinga um mótherjana liðsins. Svo langt gekk hann að hann situr nú eftir atvinnulaus í fangelsi með 34 milljón króna sekt á bakinu. Hinn 35 ára gamli Chris Correa starfaði sem yfirnjósnari hjá St. Louis Cardinals en varð uppvís að því að brjótast inn í tölvukerfi Houston Astros. Chris Correa fékk 46 mánaða fangelsisdóm en auk þess þurfti hann að borga 279 þúsund dollara í sekt eða meira en 34 milljónir íslenskra króna. Upp komst um athæfi Chris Correa í júní 2014 þegar framkvæmdastjóri Houston Astros lét vita af þessu en hann hafði áður unnið fyrir Cardinals-liðið. Chris Correa hefur beðist afsökunar á framferði sínu en hann getur gleymt því að fá vinni í bandaríska hafnarboltanum þar sem eftir lifir ævi sinnar. „Ég braut gegn mínum gildum og þetta var rangt hjá mér. Ég hegðaði mér skammarlega. Þetta er það versta sem ég hef gert á allri minni ævi," sagði Chris Correa. Bandaríska alríkislögreglan metur það sem svo að Houston Astros hafi tapað 1,7 milljónum dollara vegna „innbrots" Chris Correa en það eru 208 milljónir íslenskra króna. Chris Correa hefur fengið sinn dóm og sína refsingu en það má líka búast við því að bandaríska hafnarboltadeildin mun refsa St. Louis Cardinals fyrir verknað starfsmanns þeirra. MLB-deildin mun bíða með refsingu þangað til að menn þar á bæ hafa fengið að fara í gegnum öll málsgögn.
Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira