Heldur þann næstbesta Ingunn Svala Leifsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun