Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 18:55 Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05
Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22