„Ég er orðinn stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um Ísland“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2016 20:15 Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira