Stelpurnar unnu Skotana sannfærandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2016 16:51 Frá leik með íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira