Okkar framtíð Guðrún Gígja Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2016 18:33 Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun