Ólga og rasismi í Bretlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 28. júní 2016 07:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Brexit Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu.
Brexit Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira