Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2016 22:30 Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. Vísir/EPA Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016 Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016
Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35