„Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 20:30 Eftir frækinn sigur Íslendinga á Englendingum á Evrópumótinu í Frakklandi breyttust plön Tinu Müller, íþróttafréttakonu hjá danska ríkisútvarpinu. Nú fylgir hún íslenska liðinu og er mætt til fjallabæjarins Annecy þar sem sífellt fjölgar fulltrúum erlendra fjölmiðla. Hún er fulltrúi Dana í fjölskrúðugum hópi fréttamanna. „Ísland er orðið mjög vinsælt í Danmörku, það er eins og allir styðji Ísland núna fyrst að Danmörk komst ekki áfram. Eftir að Ísland gerði það svo gott, komst upp úr riðlinum með sigrinum á Austurríki, hefur hæpið bara aukist,“ segir Tina. „Með sigrinum á Englandi er hæpið orðið stórt. Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku.“Rosalegasta upplifun á fótboltaleikTina var á leiknum gegn Englandi í Nice og ber íslenskum stuðningsmönnum vel söguna„Það var rosalegasta upplifun sem ég hef átt á fótboltaleikvangi, það var rosalegt. Þegar Rooney skoraði hugsaði maður að nú yrði jafnvel valtað yfir Ísland,“ segir Tina. Það breyttist aldeilis. Hún hélt niður í íslenska áhorfendaskarann og var í beinni útsendingu á DR heima í Danmörku.„Ég fékk nóg af knúsum og kossum á kinnina,“ segir Tina og hrósar íslenskum stuðningsmönnum sem séu hlýir og yndislegir. Þá útskýrir hún að stuðningssöngur Íslands, sem borist hefur til Tólfunnar með viðkomu meðal annars í Garðabænum og Skotlandi, hafi slegið í gegn í Danmörku.Aðspurð segir Tina marga Dani sjá svip með Íslandi 2016 og Danmörku 1992, þegar Danir fóru óvænt alla leið.Mikil trú á Íslandi í Danmörku„Maður er með svipaða tilfinningu. Þegar Ísland komst á EM var ekki nokkur í Danmörku sem trúði á Ísland. En nú finnur maður fyrir þessari tilfinningu að Ísland geti gert það sama. Trúin á Íslandi er rosalega mikil í Danmörku.“Tina átti upphaflega að fara á leik Portúgals og Póllands en yfirmennirnir ákváðu að kraftar hennar væru betur nýttir í Annecy, að fylgjast með íslenska landsliðinu. Allt snúist um Ísland í íþróttafréttatímanum í Danmörku þessa dagana. Hún vonast til þess að fá að fylgja Íslandi eftir alla leið í úrslitaleikinn.„Hver leikur sem íslenska landsliðið spilar er söguleikur. Ég krosslegg fingur að Ísland fari alla leið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá sigri Dana á Þjóðverjum í úrslitaleik EM 1992 í Svíþjóð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Eftir frækinn sigur Íslendinga á Englendingum á Evrópumótinu í Frakklandi breyttust plön Tinu Müller, íþróttafréttakonu hjá danska ríkisútvarpinu. Nú fylgir hún íslenska liðinu og er mætt til fjallabæjarins Annecy þar sem sífellt fjölgar fulltrúum erlendra fjölmiðla. Hún er fulltrúi Dana í fjölskrúðugum hópi fréttamanna. „Ísland er orðið mjög vinsælt í Danmörku, það er eins og allir styðji Ísland núna fyrst að Danmörk komst ekki áfram. Eftir að Ísland gerði það svo gott, komst upp úr riðlinum með sigrinum á Austurríki, hefur hæpið bara aukist,“ segir Tina. „Með sigrinum á Englandi er hæpið orðið stórt. Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku.“Rosalegasta upplifun á fótboltaleikTina var á leiknum gegn Englandi í Nice og ber íslenskum stuðningsmönnum vel söguna„Það var rosalegasta upplifun sem ég hef átt á fótboltaleikvangi, það var rosalegt. Þegar Rooney skoraði hugsaði maður að nú yrði jafnvel valtað yfir Ísland,“ segir Tina. Það breyttist aldeilis. Hún hélt niður í íslenska áhorfendaskarann og var í beinni útsendingu á DR heima í Danmörku.„Ég fékk nóg af knúsum og kossum á kinnina,“ segir Tina og hrósar íslenskum stuðningsmönnum sem séu hlýir og yndislegir. Þá útskýrir hún að stuðningssöngur Íslands, sem borist hefur til Tólfunnar með viðkomu meðal annars í Garðabænum og Skotlandi, hafi slegið í gegn í Danmörku.Aðspurð segir Tina marga Dani sjá svip með Íslandi 2016 og Danmörku 1992, þegar Danir fóru óvænt alla leið.Mikil trú á Íslandi í Danmörku„Maður er með svipaða tilfinningu. Þegar Ísland komst á EM var ekki nokkur í Danmörku sem trúði á Ísland. En nú finnur maður fyrir þessari tilfinningu að Ísland geti gert það sama. Trúin á Íslandi er rosalega mikil í Danmörku.“Tina átti upphaflega að fara á leik Portúgals og Póllands en yfirmennirnir ákváðu að kraftar hennar væru betur nýttir í Annecy, að fylgjast með íslenska landsliðinu. Allt snúist um Ísland í íþróttafréttatímanum í Danmörku þessa dagana. Hún vonast til þess að fá að fylgja Íslandi eftir alla leið í úrslitaleikinn.„Hver leikur sem íslenska landsliðið spilar er söguleikur. Ég krosslegg fingur að Ísland fari alla leið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá sigri Dana á Þjóðverjum í úrslitaleik EM 1992 í Svíþjóð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30
Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15
Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15