Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 07:30 Samuel Umtiti er einn af efnilegri varnarmönnum Evrópu í dag. vísir/getty Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira