Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 22:57 Die Antwoord hefja flutning sinn klukkan ellefu. Vísir/Bjarki/EPA Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr. Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr.
Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25