Lestarkerfi í Frakklandi í lamasessi korteri fyrir EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2016 13:58 Frá mótmælaaðgerðum í síðustu viku. Vísir/EPA Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00