Sport

Sigraði Williams og tók sinn fyrsta risamótstitil | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Muguruza með sigurlaunin.
Muguruza með sigurlaunin. vísir/getty
Hin 22 ára gamla Garbine Muguruza kom öllum á óvart með því að leggja Serenu Williams að velli í úrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í dag.

Þetta var fyrsti risamótstitill Muguruza sem er rísandi stjarna í tennisheiminum. Hún vann settin 7-5 og 6-4.

Williams þarf því enn að bíða eftir risamótstitli númer 22 en með því jafnar hún titlafjölda Steffi Graf.

Þetta er í annað sinn sem Muguruza sigrar Williams á Opna franska en hún gerði það einnig fyrir tveimur árum.

„Ég get ekki lýst því með orðum hvaða þýðingu þessi dagur hefur fyrir mig,“ sagði Muguruza sem var að vonum í skýjunum eftir sigurinn óvænta.

„Þetta er það sem þú ert búinn að vinna að alla þína ævi,“ bætti hún við.

Muguruza hafði einu sinni áður komist í úrslit á risamóti. Það var á Wimbleton í fyrra þar sem hún tapaði einmitt fyrir Williams. Hún náði því fram hefndum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×