Leitin að íslenska postulíninu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. júní 2016 14:30 Vöruhönnuðurinn Brynhildur Pálsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir keramiker ætla í rannsóknarleiðangur um Ísland í leit að kaolíni, feldspati og kvarts, efnunum sem þarf til að búa til postulín. Þær hlutu styrk frá Hönnunarsjóði til verkefnisins en tilraunir til þess að búa til nothæft íslenskt postulín hafa ekki verið stundaðar markvisst áður.„Ég hef lengi verið heilluð af postulíni. Þetta er ekki bara ótrúlega fallegt efni heldur er svo mikil saga á bak við það,“ segir Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður en hún hlaut styrk frá Hönnunarsjóði á dögunum ásamt Ólöfu Erlu Bjarnadóttur keramikhönnuði til þess að leita uppi efni til postulínsgerðar á Íslandi. „Kínverjar fundu postulínið upp fyrir þúsundum ára en Evrópubúar kynntust því ekki fyrr en Marco Polo kom með lítinn postulínsvasa til Evrópu frá Kína á þrettándu öld. Evrópa féll í stafi yfir þessu efni og það greip um sig hálfgert gullleitaræði og þráhyggja í að finna út hvernig þetta „hvíta gull“, eins og postulínið var kallað, var búið til. Árið 1708 fundu menn loks út úr þessu í Dresden í Þýskalandi og þaðan breiðist postulínið út um Evrópu. Postulínsverksmiðjur poppa þá upp eins og gorkúlur og enginn konungur eða fursti var maður með mönnum nema hann ætti eigin postulínsverksmiðju,“ útskýrir Brynhildur. Þrjú efni þarf til að búa til postulín, kaolín, feldspat og kvarts sem öll finnast í íslenskum jarðvegi. Ekki er þó vitað til þess að þau hafi verið nýtt til postulínsgerðar að neinu marki. „Það er vitað að þessi efni finnast hér og í rauninni er allt landið undir í þessari rannsókn,“ útskýrir Brynhildur. „Við vitum í raun ekki hvert þessi leit mun leiða okkur eða hvað við munum finna og hversu mikið. Verkefnið snýst heldur ekki bara um það heldur líka um leitina sjálfa, það að kynnast landinu og nýta eitthvað úr náttúrunni. Planið er að ná í sem mest af sýnum í sumar og vinna úr þeim í haust. Í lok árs verðum við vonandi komin með nægt hráefni til að búa til hluti úr íslensku postulíni. Við gerum þetta þó ekki einar, jarðfræðingar, glerungasérfræðingar og fleiri aðilar þurfa að koma að þessu. Við viljum einnig hafa verkefnið opið og aðgengilegt öllum því þessu á að miðla,“ útskýrir Brynhildir og segir að postulín sé svo algengt í hversdagslegu lífi að enginn velti því fyrir sér hvaðan það kemur. „Við tökum því sem sjálfsögðum hlut Það er hins vegar flókin efnafræði á bak við það og heilmikið ferli á bak við hvern postulínshlut. Það væri ótrúlega spennandi að enda uppi með hlut sem búinn er til úr kaolíni frá Vesturlandi, feldspati frá Austurlandi og kvartsi frá Suðurlandi. Í dag er fólk ekki að sækjast eftir fjöldaframleiðslu, fólk horfir til sjálfbærni og lítilla framleiðenda og það væri draumur að stofna litla keramikverksmiðju á Íslandi sem framleiddi muni úr íslensku postulíni og leir.“ Tíska og hönnun Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Brynhildur Pálsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir keramiker ætla í rannsóknarleiðangur um Ísland í leit að kaolíni, feldspati og kvarts, efnunum sem þarf til að búa til postulín. Þær hlutu styrk frá Hönnunarsjóði til verkefnisins en tilraunir til þess að búa til nothæft íslenskt postulín hafa ekki verið stundaðar markvisst áður.„Ég hef lengi verið heilluð af postulíni. Þetta er ekki bara ótrúlega fallegt efni heldur er svo mikil saga á bak við það,“ segir Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður en hún hlaut styrk frá Hönnunarsjóði á dögunum ásamt Ólöfu Erlu Bjarnadóttur keramikhönnuði til þess að leita uppi efni til postulínsgerðar á Íslandi. „Kínverjar fundu postulínið upp fyrir þúsundum ára en Evrópubúar kynntust því ekki fyrr en Marco Polo kom með lítinn postulínsvasa til Evrópu frá Kína á þrettándu öld. Evrópa féll í stafi yfir þessu efni og það greip um sig hálfgert gullleitaræði og þráhyggja í að finna út hvernig þetta „hvíta gull“, eins og postulínið var kallað, var búið til. Árið 1708 fundu menn loks út úr þessu í Dresden í Þýskalandi og þaðan breiðist postulínið út um Evrópu. Postulínsverksmiðjur poppa þá upp eins og gorkúlur og enginn konungur eða fursti var maður með mönnum nema hann ætti eigin postulínsverksmiðju,“ útskýrir Brynhildur. Þrjú efni þarf til að búa til postulín, kaolín, feldspat og kvarts sem öll finnast í íslenskum jarðvegi. Ekki er þó vitað til þess að þau hafi verið nýtt til postulínsgerðar að neinu marki. „Það er vitað að þessi efni finnast hér og í rauninni er allt landið undir í þessari rannsókn,“ útskýrir Brynhildur. „Við vitum í raun ekki hvert þessi leit mun leiða okkur eða hvað við munum finna og hversu mikið. Verkefnið snýst heldur ekki bara um það heldur líka um leitina sjálfa, það að kynnast landinu og nýta eitthvað úr náttúrunni. Planið er að ná í sem mest af sýnum í sumar og vinna úr þeim í haust. Í lok árs verðum við vonandi komin með nægt hráefni til að búa til hluti úr íslensku postulíni. Við gerum þetta þó ekki einar, jarðfræðingar, glerungasérfræðingar og fleiri aðilar þurfa að koma að þessu. Við viljum einnig hafa verkefnið opið og aðgengilegt öllum því þessu á að miðla,“ útskýrir Brynhildir og segir að postulín sé svo algengt í hversdagslegu lífi að enginn velti því fyrir sér hvaðan það kemur. „Við tökum því sem sjálfsögðum hlut Það er hins vegar flókin efnafræði á bak við það og heilmikið ferli á bak við hvern postulínshlut. Það væri ótrúlega spennandi að enda uppi með hlut sem búinn er til úr kaolíni frá Vesturlandi, feldspati frá Austurlandi og kvartsi frá Suðurlandi. Í dag er fólk ekki að sækjast eftir fjöldaframleiðslu, fólk horfir til sjálfbærni og lítilla framleiðenda og það væri draumur að stofna litla keramikverksmiðju á Íslandi sem framleiddi muni úr íslensku postulíni og leir.“
Tíska og hönnun Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira