Sálfræðistríð Svíans virkaði ekki á heimsmeistarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Fanney heimsmeisatri í bekkpressu. vísir/daníel „Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn. „Þegar ég sá skráninguna inn á mótið þá gerði ég mér vonir um að komast á pall og það var markmiðið. Ég hélt að við værum tvær að fara að berjast um titilinn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna þetta í fyrstu lyftu,“ sagði Fanney. „Það er ótrúlega gaman að vera orðin heimsmeistari,“ sagði Fanney en hún hafði áður orðið heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari. Hún vann silfur á HM í bekkpressu með búnaði í apríl en núna gerði hún enn betur mánuði síðar. „Maður getur ekki alltaf unnið en það var mjög gaman að geta farið á annað mót og tekið þá gullið. Það er alltaf gaman að taka gull en silfrið er mjög gott líka,“ sagði Fanney kát. „Pabbi var þarna á hliðarlínunni að hvetja mig áfram og kærastinn minn var líka þarna. Ísland var kannski ekki með stærsta liðið en við náðum samt að hafa gaman og búa til stemningu. Það var frábært að hafa þá með,“ sagði Fanney. Fanney vann öruggan sigur á hinni sænsku Karolinu Arvidson sem virtist vera að reyna að taka okkar stelpu á taugum. „Fyrsta lyftan gaf mér titilinn. Hún var nefnilega aðeins að spila með okkur sú sem varð í öðru sæti. Hún lét vita að hún ætlaði að byrja miklu hærra og við vorum því orðin frekar stressuð. Svo bara lækkaði hún niður og barðist um annað sætið,“ segir Fanney. Hún hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár en það tekur samt alltaf á andlega að keppa á svona stórmóti. „Ég held að ég fái aðeins meira sjálfstraust með hverju mótinu en þetta er samt alltaf stress. Þetta er samt bara meira spennandi. Maður vill ekki klúðra því maður er búinn að æfa í marga mánuði og langar að geta sýnt það sem maður getur. Það fylgir þessu því alltaf fiðrildi í maganum,“ segir Fanney. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
„Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn. „Þegar ég sá skráninguna inn á mótið þá gerði ég mér vonir um að komast á pall og það var markmiðið. Ég hélt að við værum tvær að fara að berjast um titilinn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna þetta í fyrstu lyftu,“ sagði Fanney. „Það er ótrúlega gaman að vera orðin heimsmeistari,“ sagði Fanney en hún hafði áður orðið heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari. Hún vann silfur á HM í bekkpressu með búnaði í apríl en núna gerði hún enn betur mánuði síðar. „Maður getur ekki alltaf unnið en það var mjög gaman að geta farið á annað mót og tekið þá gullið. Það er alltaf gaman að taka gull en silfrið er mjög gott líka,“ sagði Fanney kát. „Pabbi var þarna á hliðarlínunni að hvetja mig áfram og kærastinn minn var líka þarna. Ísland var kannski ekki með stærsta liðið en við náðum samt að hafa gaman og búa til stemningu. Það var frábært að hafa þá með,“ sagði Fanney. Fanney vann öruggan sigur á hinni sænsku Karolinu Arvidson sem virtist vera að reyna að taka okkar stelpu á taugum. „Fyrsta lyftan gaf mér titilinn. Hún var nefnilega aðeins að spila með okkur sú sem varð í öðru sæti. Hún lét vita að hún ætlaði að byrja miklu hærra og við vorum því orðin frekar stressuð. Svo bara lækkaði hún niður og barðist um annað sætið,“ segir Fanney. Hún hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár en það tekur samt alltaf á andlega að keppa á svona stórmóti. „Ég held að ég fái aðeins meira sjálfstraust með hverju mótinu en þetta er samt alltaf stress. Þetta er samt bara meira spennandi. Maður vill ekki klúðra því maður er búinn að æfa í marga mánuði og langar að geta sýnt það sem maður getur. Það fylgir þessu því alltaf fiðrildi í maganum,“ segir Fanney.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12