Hinn eini sanni Björn í borginni: „Greinilega algjör toppgaur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2016 13:47 Grímur Steinn Emilsson og Björn Borg í Tennishöllinni í Kópavogi í morgun. Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri. Íslandsvinir Tennis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri.
Íslandsvinir Tennis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira