Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. maí 2016 18:45 Þrír hröðustu menn dagsins: fh. Rosberg, Ricciardo og Hamilton. Vísir/Getty Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vissi að við ættum að geta þetta. Ég fann það líka í Barselóna að ég átti meira inni svo ég hafði mikla trú á því að ég ætti að geta náð góðum árangri hér,“ sagði Ricciardo eftir tímatökuna. Ricciardo mun ræsa á ofur mjúkum dekkjum og ætti því að geta keyrt lengra inn í keppnina á morgun en Mercedes til að mynda, áður en hann tekur þjónustuhlé. Mercedes mun hefja keppnina á últra-mjúkum dekkjum. „Daniel var bara snöggur í dag og náði í verðskuldaðan ráspól. Ég var bara ekki nógu snöggur í dag,“ sagði Nico Rosberg á Mercedes eftir tímatökuna. „Þetta var erfið tímataka, ég náði þrátt fyrir vélavandræðin að setja góðan hring. Það er betra en ég hef átt að venjast í ár. Annars veit ég ekki hvað ég á að segja í augnablikinu,“ sagði Lewis Hamilton á Mercedes eftir tímatökuna.Lewis Hamilton á rúntinum um höfnina í Mónakó, á um það bil 250 km/klst.Vísir/Getty„Frábært hjá Daniel. Hann er heillandi og klár ökumaður. Ef Daniel nær góðri ræsingu getur hann unnið keppnina,“ sagði Jackie Stewart fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1. „Þetta var um það bil það sem við bjuggumst við. Við náðum að komast nálægt veggjunum og reyndum að finna hvert sekúndubrot eins og maður vill gera í tímatökunni hér,“ sagði Marcus Ericsson sem ræsir 17. á morgun á Sauber bílnum. „Þetta gekk áægtlega, við hefðum auðvitað viljað ná báðum bílum í í þriðju lotu. Okkur langar alltaf í meira. Við erum á hraðri leið aftur á toppinn en hún er aldrei nógu hröð,“ sagði Jonathan Neale verkefnastjóri McLaren. „Þetta gengur vel, hefði getað farið aðeins betur en allt í góðu,“ sagði Guenther Steiner, liðsstjóri Haas. „Það er alltaf gaman hérna, ég saknaði þess að aka hérna ég var eins og barn á jólunum með nýtt dót þegar ég kom aftur hingað,“ sagði Esteban Gutierrez sem ræsir 12. á morgun í Haas bílnum. „Tímatakan byrjaði vel en endaði ekki vel. Við áttum erfitt með að finna gripið sem var þarna einhverstaðar. Við hefðum átt að gera betur. Við erum nær Mercedes en við lítum út fyrir í dag. Við náðum ekki að bæta í þegar aðrir gerðu það þegar leið á tímatökuna,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45 Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30 Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vissi að við ættum að geta þetta. Ég fann það líka í Barselóna að ég átti meira inni svo ég hafði mikla trú á því að ég ætti að geta náð góðum árangri hér,“ sagði Ricciardo eftir tímatökuna. Ricciardo mun ræsa á ofur mjúkum dekkjum og ætti því að geta keyrt lengra inn í keppnina á morgun en Mercedes til að mynda, áður en hann tekur þjónustuhlé. Mercedes mun hefja keppnina á últra-mjúkum dekkjum. „Daniel var bara snöggur í dag og náði í verðskuldaðan ráspól. Ég var bara ekki nógu snöggur í dag,“ sagði Nico Rosberg á Mercedes eftir tímatökuna. „Þetta var erfið tímataka, ég náði þrátt fyrir vélavandræðin að setja góðan hring. Það er betra en ég hef átt að venjast í ár. Annars veit ég ekki hvað ég á að segja í augnablikinu,“ sagði Lewis Hamilton á Mercedes eftir tímatökuna.Lewis Hamilton á rúntinum um höfnina í Mónakó, á um það bil 250 km/klst.Vísir/Getty„Frábært hjá Daniel. Hann er heillandi og klár ökumaður. Ef Daniel nær góðri ræsingu getur hann unnið keppnina,“ sagði Jackie Stewart fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1. „Þetta var um það bil það sem við bjuggumst við. Við náðum að komast nálægt veggjunum og reyndum að finna hvert sekúndubrot eins og maður vill gera í tímatökunni hér,“ sagði Marcus Ericsson sem ræsir 17. á morgun á Sauber bílnum. „Þetta gekk áægtlega, við hefðum auðvitað viljað ná báðum bílum í í þriðju lotu. Okkur langar alltaf í meira. Við erum á hraðri leið aftur á toppinn en hún er aldrei nógu hröð,“ sagði Jonathan Neale verkefnastjóri McLaren. „Þetta gengur vel, hefði getað farið aðeins betur en allt í góðu,“ sagði Guenther Steiner, liðsstjóri Haas. „Það er alltaf gaman hérna, ég saknaði þess að aka hérna ég var eins og barn á jólunum með nýtt dót þegar ég kom aftur hingað,“ sagði Esteban Gutierrez sem ræsir 12. á morgun í Haas bílnum. „Tímatakan byrjaði vel en endaði ekki vel. Við áttum erfitt með að finna gripið sem var þarna einhverstaðar. Við hefðum átt að gera betur. Við erum nær Mercedes en við lítum út fyrir í dag. Við náðum ekki að bæta í þegar aðrir gerðu það þegar leið á tímatökuna,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.
Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45 Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30 Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45
Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30
Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53
Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26