Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. maí 2016 10:00 Allir meðlimir Quarashi komnir saman á ný í tilefni 20 ára afmælis. Svenni Speight Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. Fréttablaðið heyrði hljóðið í þeim Sölva Blöndal og Steinari Fjeldsted þar sem þeir voru á milli taka á myndbandi við nýja lagið sem þeir vildu ekki ljóstra upp titlinum á og ræddi við þá um árin tuttugu, hvernig tónlistin hefur þróast og endurkomu Höskuldar Ólafssonar eða Hössa. „Það er svolítið erfitt að hætta þessu, við höfum allir verið félagar og tölum mismikið saman á mismunandi tímabilum en við höldum alltaf hópinn. Ég og Sölvi höfum verið að kasta lögum á milli – hann sendir mér nýtt stöff sem hann er að hlusta á og ég sendi honum nýtt stöff sem ég er að hlusta á. Það er ekkert algjörlega út úr kú að við séum að koma aftur núna og kannski ekkert eingöngu út af því að það er 20 ára afmæli, það er samt svona rúsína í pylsuendanum,“ segir Steinar um ástæðu endurkomu Quarashi og hvort hún hafi verið plönuð lengi.Úr Hafnarstræti til L.A. Hljómsveitin Quarashi var stofnuð sumarið 1996 í bílskúr í vesturbænum annars vegar og niðurníddu partíhúsnæði í Hafnarstræti hins vegar. Upprunalegu meðlimirnir voru Steini, Sölvi og Hössi en í gegnum árin hefur Quarashi gengið í gegnum nokkrar mannabreytingar. „Við vorum báðir að vinna í skeitparki og byrjuðum að „partía“ saman á hverjum degi. Og þá vorum við mikið að hlusta á tónlist. Ég man eftir þessu, við vorum niðri í Hafnarstræti, báðir rosalega hressir og við sögðum: „Við þurfum að gera tónlist,“ og Sölvi sagði: „Ég er með „beats“, hittumst uppi í skúr hjá mér á morgun,“ og ég sagði: „Ókei, ég kem með texta,“ og við hittumst daginn eftir og Switchstance varð til. Þetta var „móment“,“ segir Steinar en gamalt myndband við lagið má sjá hér fyrir neðan. „Það besta við svona „móment“ er að maður hefur ekki hugmynd um að þetta séu svona „life defining moment“. Stór „móment“ eru oft þannig, þú veist ekkert að þau eru stór „móment“ meðan þau gerast. Við vissum ekkert að nokkrum árum síðar myndum við vera staddir í L.A. í stúdíóinu með Cypress Hill.“Af gamla skólanum „Þetta lag er með mikið af vísunum í „the old school“ því að við erum rosa mikið þar – við erum bara „old school“,“ segir Sölvi aðspurður að því hvernig nýja lagið komi til með að hljóma. „Við erum bara að gera okkar stöff, okkur er alveg sama hvað er í gangi hverju sinni, við erum ekki að reyna að „sánda“ eins og allir hinir. Við erum ekki að reyna að rappa eins og allir hinir. Við erum bara Quarashi og gerum okkar stöff,“ tekur Steini undir. „Við erum með okkar sögu. Það er stundum þungt að vera með svona sögu – fólk er með skoðun á því sem kemur út, „er þetta betra en það var eða verra en það var“. Þá ertu ekki með þetta „fresh approach“. Við höfum líka orðið fyrir innblæstri af því sem er að gerast, hiphopið er að fara í gegnum blómaskeið. Sem betur fer erum við svo heppnir að hafa átt hlut í því að byrja það. Við keyrðum þetta áfram – við erum fyrsta íslenska rapphljómsveitin, án þess að hafa planað það. Við erum Quarashi og fólk þekkir sándið þegar það heyrir það. Það er bara þannig. Við ætlum að sjá hvernig viðbrögðin verða við þessu og síðan sjáum við bara til. Það eru aðrir sem eru að stýra senunni núna, sem betur fer og við erum bara að gera okkar dót. Við erum bara svolítið að horfa á þá sem eru að gera stöff núna og dást að þeim. Við bara ætlum að henda okkar tveimur sentum inn í þetta núna,“ segir Sölvi aðspurður hvort þeir stefni á að gefa út fleiri ný lög, jafnvel nýja plötu. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið Malone Lives af plötunni Jinx frá árinu 2002.Endurkoma Hössa í Quarashi „Þetta sem við erum að gera í dag hefði aldrei gengið upp nema að við værum allir með. Þá er ég að tala um Hössa líka.“ „Stjörnurnar höguðu því þannig að orgínal lænöppið var bara „up and running“ og „game“ í þetta. Hössi var í fíling og byrjaði að syngja nokkra parta í tveimur lögum og síðan byrjuðum við að stinga að honum hvort það væri ekki sniðugt ef hann prófaði að rappa, sem hann hefur ekki gert í fjórtán ár – síðan 2002.“ „En það er eins og hann hafi aldrei hætt“ „Þetta var söguleg stund í stúdíóinu þegar hann byrjaði að rappa.“ „Þú gast heyrt saumnál detta á meðan.“ „Við vorum alveg „sjitt maður, getur hann ennþá rappað?“ en já, hann alveg „killaði“ þetta.“ Quarashi verða að spila á Þjóðhátíð í sumar og stefna á að gefa út myndband í næstu viku við nýja lagið sitt þar sem allir meðlimir bandsins munu koma við sögu. Þar verður öllu tjaldað til og má búast við miklu sjónarspili þar sem Hössi lagði líf sitt í hættu upp á þakinu á Höfðatorgi og bankaútibú var fengið að láni, svo að eitthvað sé nefnt. Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. Fréttablaðið heyrði hljóðið í þeim Sölva Blöndal og Steinari Fjeldsted þar sem þeir voru á milli taka á myndbandi við nýja lagið sem þeir vildu ekki ljóstra upp titlinum á og ræddi við þá um árin tuttugu, hvernig tónlistin hefur þróast og endurkomu Höskuldar Ólafssonar eða Hössa. „Það er svolítið erfitt að hætta þessu, við höfum allir verið félagar og tölum mismikið saman á mismunandi tímabilum en við höldum alltaf hópinn. Ég og Sölvi höfum verið að kasta lögum á milli – hann sendir mér nýtt stöff sem hann er að hlusta á og ég sendi honum nýtt stöff sem ég er að hlusta á. Það er ekkert algjörlega út úr kú að við séum að koma aftur núna og kannski ekkert eingöngu út af því að það er 20 ára afmæli, það er samt svona rúsína í pylsuendanum,“ segir Steinar um ástæðu endurkomu Quarashi og hvort hún hafi verið plönuð lengi.Úr Hafnarstræti til L.A. Hljómsveitin Quarashi var stofnuð sumarið 1996 í bílskúr í vesturbænum annars vegar og niðurníddu partíhúsnæði í Hafnarstræti hins vegar. Upprunalegu meðlimirnir voru Steini, Sölvi og Hössi en í gegnum árin hefur Quarashi gengið í gegnum nokkrar mannabreytingar. „Við vorum báðir að vinna í skeitparki og byrjuðum að „partía“ saman á hverjum degi. Og þá vorum við mikið að hlusta á tónlist. Ég man eftir þessu, við vorum niðri í Hafnarstræti, báðir rosalega hressir og við sögðum: „Við þurfum að gera tónlist,“ og Sölvi sagði: „Ég er með „beats“, hittumst uppi í skúr hjá mér á morgun,“ og ég sagði: „Ókei, ég kem með texta,“ og við hittumst daginn eftir og Switchstance varð til. Þetta var „móment“,“ segir Steinar en gamalt myndband við lagið má sjá hér fyrir neðan. „Það besta við svona „móment“ er að maður hefur ekki hugmynd um að þetta séu svona „life defining moment“. Stór „móment“ eru oft þannig, þú veist ekkert að þau eru stór „móment“ meðan þau gerast. Við vissum ekkert að nokkrum árum síðar myndum við vera staddir í L.A. í stúdíóinu með Cypress Hill.“Af gamla skólanum „Þetta lag er með mikið af vísunum í „the old school“ því að við erum rosa mikið þar – við erum bara „old school“,“ segir Sölvi aðspurður að því hvernig nýja lagið komi til með að hljóma. „Við erum bara að gera okkar stöff, okkur er alveg sama hvað er í gangi hverju sinni, við erum ekki að reyna að „sánda“ eins og allir hinir. Við erum ekki að reyna að rappa eins og allir hinir. Við erum bara Quarashi og gerum okkar stöff,“ tekur Steini undir. „Við erum með okkar sögu. Það er stundum þungt að vera með svona sögu – fólk er með skoðun á því sem kemur út, „er þetta betra en það var eða verra en það var“. Þá ertu ekki með þetta „fresh approach“. Við höfum líka orðið fyrir innblæstri af því sem er að gerast, hiphopið er að fara í gegnum blómaskeið. Sem betur fer erum við svo heppnir að hafa átt hlut í því að byrja það. Við keyrðum þetta áfram – við erum fyrsta íslenska rapphljómsveitin, án þess að hafa planað það. Við erum Quarashi og fólk þekkir sándið þegar það heyrir það. Það er bara þannig. Við ætlum að sjá hvernig viðbrögðin verða við þessu og síðan sjáum við bara til. Það eru aðrir sem eru að stýra senunni núna, sem betur fer og við erum bara að gera okkar dót. Við erum bara svolítið að horfa á þá sem eru að gera stöff núna og dást að þeim. Við bara ætlum að henda okkar tveimur sentum inn í þetta núna,“ segir Sölvi aðspurður hvort þeir stefni á að gefa út fleiri ný lög, jafnvel nýja plötu. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið Malone Lives af plötunni Jinx frá árinu 2002.Endurkoma Hössa í Quarashi „Þetta sem við erum að gera í dag hefði aldrei gengið upp nema að við værum allir með. Þá er ég að tala um Hössa líka.“ „Stjörnurnar höguðu því þannig að orgínal lænöppið var bara „up and running“ og „game“ í þetta. Hössi var í fíling og byrjaði að syngja nokkra parta í tveimur lögum og síðan byrjuðum við að stinga að honum hvort það væri ekki sniðugt ef hann prófaði að rappa, sem hann hefur ekki gert í fjórtán ár – síðan 2002.“ „En það er eins og hann hafi aldrei hætt“ „Þetta var söguleg stund í stúdíóinu þegar hann byrjaði að rappa.“ „Þú gast heyrt saumnál detta á meðan.“ „Við vorum alveg „sjitt maður, getur hann ennþá rappað?“ en já, hann alveg „killaði“ þetta.“ Quarashi verða að spila á Þjóðhátíð í sumar og stefna á að gefa út myndband í næstu viku við nýja lagið sitt þar sem allir meðlimir bandsins munu koma við sögu. Þar verður öllu tjaldað til og má búast við miklu sjónarspili þar sem Hössi lagði líf sitt í hættu upp á þakinu á Höfðatorgi og bankaútibú var fengið að láni, svo að eitthvað sé nefnt.
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira