Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2016 08:28 Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra. Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks. „Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. „Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans. Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. „Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Sjá meira
Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra. Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks. „Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. „Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans. Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. „Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00
Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00