Rosalega gaman þessa dagana 14. maí 2016 09:00 ,,Við höfum komist að því að það skiptir engu máli hvað við erum gamlir eða hversu lengi við störfum saman; á meðan þetta er gaman þá höldum við áfram," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. MYND/VILHELM Meðlimir Sigur Rósar eru þessa dagana að leggja lokahönd á undirbúning fyrir næstu tónleikaferð sveitarinnar um heiminn, þá fyrstu síðan 2012-2103 þegar sjöttu og sjöunda breiðskífum sveitarinnar, Valtara og Kveik, var fylgt eftir. Ferðalagið hefst í Barcelona snemma í næsta mánuði þar sem sveitin kemur fram á Primavera Sound tónlistarhátíðinni. Þaðan liggur leiðin á ýmsar tónlistarhátíðir í Evrópu næstu þrjá mánuði með stuttri viðkomu í Japan og Ástralíu. Haustið og fyrri hluti vetrar verður svo tileinkaður Kanada og Bandaríkjunum auk þess sem Sigur Rós spilar í Kína og Singapúr í nóvember.Nánari upplýsingar um tónleika sveitarinnar má finna á heimasíðu Sigur Rósar. Í fyrri tónleikaferðum um Evrópu hefur sveitin bæði spilað á tónlistarhátíðum og haldið eigin tónleika en í þetta sinn er eingöngu einblínt á tónlistarhátíðir að sögn Georgs Holm, bassaleikara sveitarinnar. „Við byrjum á því að þræða tónlistarhátíðir í Evrópu, bæði stórar og smáar, þekktar og minna þekktar. Þarna eru hátíðir sem við höfum spilað á áður en líka margar þar sem við komum fram í fyrsta sinn, t.d. nokkrar í Austur-Evrópu. Þetta verður nokkuð þétt dagskrá en um leið líka skemmtileg.“Persónulegri tónleikar Fyrirkomulagið verður annað í Bandaríkjunum og Kanada þar sem hljómsveitin mun einungis spila á eigin tónleikum. „Sú tónleikaröð verður persónulegri enda spilum við þar á aðeins minni stöðum. Sviðsmyndin verður þó sú sama og öllu tjaldað til. Tónleikagestir munu finna meiri nálægð og lagavalið verður aðeins öðruvísi, þar spilum við m.a. rólegri lög og höfum meira pláss fyrir smáatriðin.“ Eins og fyrr segir kemur sveitin fram í Kína og Singapúr síðar á árinu auk þess sem hún kemur fram á Fuji Rock Festival í Japan í sumar. „Viðtökurnar í Asíu hafa komið okkur skemmtilega á óvart. Við spiluðum á nokkrum tónleikum þar í síðustu stóru tónleikaferð okkar, t.d. í Taívan, Singapúr og Malasíu. Okkur finnst ekki óeðlilegt að spila fyrir framan 8-12.000 manns í Evrópu og Bandaríkjunum en þegar við mættum til Taívans og Singapúr var uppselt. Það kom okkur mjög á óvart hvað fólk þekkti tónlist okkar vel og það var óneitanlega sérstök tilfinning að spila fyrir 10.000 manns þar sem allir sungu með á íslensku.“Kemst upp í vana Það eru næstum tveir áratugir síðan fyrsta plata Sigur Rósar kom út og eftir útkomu Ágætis byrjunar árið 1999 hefur líf Georgs og félaga hans einkennst af löngum tónleikaferðum. Hann segir þetta brölt allt komast upp í vana og eftir því sem árin líði læri hann betur á slíkt líferni. „Í dag getur þetta þó stundum verið pínulítið strembið því nú er ég fjölskyldumaður. Fjölskyldur okkar reyna þó, eins og hægt er, að eyða tíma með okkur. Þar sem við spilum bara á tónlistarhátíðum í sumar myndast oft göt sem henta fjölskyldum okkar vel. Þegar við byrjum Evrópulegginn okkar í næsta mánuði í Barcelona ætlum við fjölskyldan að mæta nokkrum dögum fyrr og njóta samverunnar þar í borg. Næst er förinni heitið til Porto í Portúgal og þar verður sami hátturinn hafður á.“Georg Holm, ásamt félögum sínum í Sigur Rós, á sviði í Helsinki í lok síðustu stóru tónleikaferðar sveitarinnar 2013.MYND/DORIT SALUTSKIJNýtt efni að fæðast Félagarnir hafa ekki setið auðum höndum í vetur, frekar en fyrri daginn. „Við höfum verið að dunda okkur við að semja nýtt efni saman en líka unnið að öðrum verkefnum samhliða því. Jónsi hefur verið að vinna að eigin plötu og við Orri gerðum tónlist við heimildarmyndina The Show of Shows, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Okkur fannst sú tónlist nógu góð til að vera gefin út á plötu og kom hún út fyrr á þessu ári.“ Síðasta plata Sigur Rósar, Kveikur, kom út árið 2013 og eru aðdáendur sveitarinnar orðnir óþreyjufullir eftir nýju efni. Georg segir þá félaga vissulega langa til að gefa út nýja plötu en engin dagsetning sé þó komin á hreint. „Nú þegar er eitt lag tilbúið sem gæti litið dagsins ljós fljótlega og verður þá hluti af henni. Það eru langar og stífar tónleikaferðir fram undan á árinu og því lítill tími til að klára nýju lögin eins hratt og við vildum.“Breyttar útsetningar Hluti nýju laganna mun þó heyrast á tónleikunum í ár. „Mikið af nýja efninu eru ókláraðar hugmyndir. Okkur langar í sumar að gera það sem við gerðum þegar við fylgdum Ágætis byrjun eftir á sínum tíma. Þá prófuðum við nýju lögin okkar, sem sum enduðu á svigaplötunni, á tónleikum áður en þau voru fullsamin. Við ætlum að gera þetta aftur í sumar og prófa nýja efnið þannig.“ Annað sem tónleikagestir munu heyra eru breyttar útsetningar á eldri lögum sveitarinnar. „Við höfum unnið að því undanfarna mánuði að endurútsetja gömlu lögin og gera þau spennandi fyrir okkur á ný. Þar sem við erum bara þrír á sviðinu höfum við líka þurft að hugsa sum lögin upp á nýtt, t.d. þegar kemur að píanópörtum laganna. Orri er reyndar orðinn jafnvígur á píanó og trommur og spilar stundum á bæði hljóðfærin á sama tíma.“Ennþá spennandi Eftir nær tvo áratugi er engan bilbug að finna á félögunum. „Við höfum komist að því að það skiptir engu máli hvað við erum gamlir eða hversu lengi við störfum saman; á meðan þetta er gaman þá höldum við áfram. Og þessa dagana er rosalega gaman og reyndar mun skemmtilegra en áður. Ég fann sömu stemninguna þegar við gerðum Kveik 2013, þá var sama spennan í loftinu og er til staðar í dag. Ég held að enginn okkar átti sig á því hvert við erum að stefna tónlistarlega séð núna en sú stefna er allavegana sérstök.“Skrúfur og Vogaídýfa Utan anna með hljómsveitinni tekur Georg lífinu með ró og sinnir fjölskyldunni. „Undanfarnar vikur hefur fjölskyldan t.d. að mestu leyti haldið sig uppi í sumarbústað. Þar eyðum við löngum stundum úti á bát við veiðar sem mér finnst eiginlega besti staður í heimi til að vera á.“ Meðal annarra áhugamála nefnir hann mótorhjól en þeim áhuga deilir hann með öðrum hljómsveitarmeðlimum. „Svo er ég forfallinn fótboltaáhugamaður og vil helst ekki missa af leik. Mér finnst mest svekkjandi þessa dagana að komast ekki á leik með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi en við erum held ég að spila alla leikdagana.“ Lokakeppni Eurovision fer fram í kvöld og víst að stór hluti þjóðarinnar muni fylgjast með. Georg er ekki mikill áhugamaður um tónlistina sjálfa þótt keppnin sem slík sé áhugaverð og stundum skemmtileg. „Þetta er svona fjölskyldustund þegar pítsa er pöntuð, fylgst er með stigagjöfinni og skrúfur og Vogaídýfa er á borðum. Á það ekki einmitt að vera svoleiðis?“ Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar eru þessa dagana að leggja lokahönd á undirbúning fyrir næstu tónleikaferð sveitarinnar um heiminn, þá fyrstu síðan 2012-2103 þegar sjöttu og sjöunda breiðskífum sveitarinnar, Valtara og Kveik, var fylgt eftir. Ferðalagið hefst í Barcelona snemma í næsta mánuði þar sem sveitin kemur fram á Primavera Sound tónlistarhátíðinni. Þaðan liggur leiðin á ýmsar tónlistarhátíðir í Evrópu næstu þrjá mánuði með stuttri viðkomu í Japan og Ástralíu. Haustið og fyrri hluti vetrar verður svo tileinkaður Kanada og Bandaríkjunum auk þess sem Sigur Rós spilar í Kína og Singapúr í nóvember.Nánari upplýsingar um tónleika sveitarinnar má finna á heimasíðu Sigur Rósar. Í fyrri tónleikaferðum um Evrópu hefur sveitin bæði spilað á tónlistarhátíðum og haldið eigin tónleika en í þetta sinn er eingöngu einblínt á tónlistarhátíðir að sögn Georgs Holm, bassaleikara sveitarinnar. „Við byrjum á því að þræða tónlistarhátíðir í Evrópu, bæði stórar og smáar, þekktar og minna þekktar. Þarna eru hátíðir sem við höfum spilað á áður en líka margar þar sem við komum fram í fyrsta sinn, t.d. nokkrar í Austur-Evrópu. Þetta verður nokkuð þétt dagskrá en um leið líka skemmtileg.“Persónulegri tónleikar Fyrirkomulagið verður annað í Bandaríkjunum og Kanada þar sem hljómsveitin mun einungis spila á eigin tónleikum. „Sú tónleikaröð verður persónulegri enda spilum við þar á aðeins minni stöðum. Sviðsmyndin verður þó sú sama og öllu tjaldað til. Tónleikagestir munu finna meiri nálægð og lagavalið verður aðeins öðruvísi, þar spilum við m.a. rólegri lög og höfum meira pláss fyrir smáatriðin.“ Eins og fyrr segir kemur sveitin fram í Kína og Singapúr síðar á árinu auk þess sem hún kemur fram á Fuji Rock Festival í Japan í sumar. „Viðtökurnar í Asíu hafa komið okkur skemmtilega á óvart. Við spiluðum á nokkrum tónleikum þar í síðustu stóru tónleikaferð okkar, t.d. í Taívan, Singapúr og Malasíu. Okkur finnst ekki óeðlilegt að spila fyrir framan 8-12.000 manns í Evrópu og Bandaríkjunum en þegar við mættum til Taívans og Singapúr var uppselt. Það kom okkur mjög á óvart hvað fólk þekkti tónlist okkar vel og það var óneitanlega sérstök tilfinning að spila fyrir 10.000 manns þar sem allir sungu með á íslensku.“Kemst upp í vana Það eru næstum tveir áratugir síðan fyrsta plata Sigur Rósar kom út og eftir útkomu Ágætis byrjunar árið 1999 hefur líf Georgs og félaga hans einkennst af löngum tónleikaferðum. Hann segir þetta brölt allt komast upp í vana og eftir því sem árin líði læri hann betur á slíkt líferni. „Í dag getur þetta þó stundum verið pínulítið strembið því nú er ég fjölskyldumaður. Fjölskyldur okkar reyna þó, eins og hægt er, að eyða tíma með okkur. Þar sem við spilum bara á tónlistarhátíðum í sumar myndast oft göt sem henta fjölskyldum okkar vel. Þegar við byrjum Evrópulegginn okkar í næsta mánuði í Barcelona ætlum við fjölskyldan að mæta nokkrum dögum fyrr og njóta samverunnar þar í borg. Næst er förinni heitið til Porto í Portúgal og þar verður sami hátturinn hafður á.“Georg Holm, ásamt félögum sínum í Sigur Rós, á sviði í Helsinki í lok síðustu stóru tónleikaferðar sveitarinnar 2013.MYND/DORIT SALUTSKIJNýtt efni að fæðast Félagarnir hafa ekki setið auðum höndum í vetur, frekar en fyrri daginn. „Við höfum verið að dunda okkur við að semja nýtt efni saman en líka unnið að öðrum verkefnum samhliða því. Jónsi hefur verið að vinna að eigin plötu og við Orri gerðum tónlist við heimildarmyndina The Show of Shows, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Okkur fannst sú tónlist nógu góð til að vera gefin út á plötu og kom hún út fyrr á þessu ári.“ Síðasta plata Sigur Rósar, Kveikur, kom út árið 2013 og eru aðdáendur sveitarinnar orðnir óþreyjufullir eftir nýju efni. Georg segir þá félaga vissulega langa til að gefa út nýja plötu en engin dagsetning sé þó komin á hreint. „Nú þegar er eitt lag tilbúið sem gæti litið dagsins ljós fljótlega og verður þá hluti af henni. Það eru langar og stífar tónleikaferðir fram undan á árinu og því lítill tími til að klára nýju lögin eins hratt og við vildum.“Breyttar útsetningar Hluti nýju laganna mun þó heyrast á tónleikunum í ár. „Mikið af nýja efninu eru ókláraðar hugmyndir. Okkur langar í sumar að gera það sem við gerðum þegar við fylgdum Ágætis byrjun eftir á sínum tíma. Þá prófuðum við nýju lögin okkar, sem sum enduðu á svigaplötunni, á tónleikum áður en þau voru fullsamin. Við ætlum að gera þetta aftur í sumar og prófa nýja efnið þannig.“ Annað sem tónleikagestir munu heyra eru breyttar útsetningar á eldri lögum sveitarinnar. „Við höfum unnið að því undanfarna mánuði að endurútsetja gömlu lögin og gera þau spennandi fyrir okkur á ný. Þar sem við erum bara þrír á sviðinu höfum við líka þurft að hugsa sum lögin upp á nýtt, t.d. þegar kemur að píanópörtum laganna. Orri er reyndar orðinn jafnvígur á píanó og trommur og spilar stundum á bæði hljóðfærin á sama tíma.“Ennþá spennandi Eftir nær tvo áratugi er engan bilbug að finna á félögunum. „Við höfum komist að því að það skiptir engu máli hvað við erum gamlir eða hversu lengi við störfum saman; á meðan þetta er gaman þá höldum við áfram. Og þessa dagana er rosalega gaman og reyndar mun skemmtilegra en áður. Ég fann sömu stemninguna þegar við gerðum Kveik 2013, þá var sama spennan í loftinu og er til staðar í dag. Ég held að enginn okkar átti sig á því hvert við erum að stefna tónlistarlega séð núna en sú stefna er allavegana sérstök.“Skrúfur og Vogaídýfa Utan anna með hljómsveitinni tekur Georg lífinu með ró og sinnir fjölskyldunni. „Undanfarnar vikur hefur fjölskyldan t.d. að mestu leyti haldið sig uppi í sumarbústað. Þar eyðum við löngum stundum úti á bát við veiðar sem mér finnst eiginlega besti staður í heimi til að vera á.“ Meðal annarra áhugamála nefnir hann mótorhjól en þeim áhuga deilir hann með öðrum hljómsveitarmeðlimum. „Svo er ég forfallinn fótboltaáhugamaður og vil helst ekki missa af leik. Mér finnst mest svekkjandi þessa dagana að komast ekki á leik með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi en við erum held ég að spila alla leikdagana.“ Lokakeppni Eurovision fer fram í kvöld og víst að stór hluti þjóðarinnar muni fylgjast með. Georg er ekki mikill áhugamaður um tónlistina sjálfa þótt keppnin sem slík sé áhugaverð og stundum skemmtileg. „Þetta er svona fjölskyldustund þegar pítsa er pöntuð, fylgst er með stigagjöfinni og skrúfur og Vogaídýfa er á borðum. Á það ekki einmitt að vera svoleiðis?“
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira