Ekki aftur Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. maí 2016 07:00 Erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt óverðtryggð ríkissuldabréf fyrir 80 milljarða króna á innan við ári með það fyrir augum að hagnast á vaxtamun Íslands við útlönd. Það er ný snjóhengja að byggjast upp. Hvað ætla að stjórnvöld að gera til að bregðast við? Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá frá því sem gerðist hér fyrir 2008. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að ef aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir myndi það kynda undir innlenda eftirspurn. Það myndi síðan kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Ísland var vinsælt hjá spákaupmönnum sem vildu hagnast á vaxtamunarviðskiptum fyrir banka- og gjaldeyrishrunið 2008. Vaxtamunarviðskipti felast í því að tekið er lán í gjaldmiðli þar sem vextir eru lágir. Lánsupphæðinni er síðan skipt yfir í gjaldmiðil sem greiðir háa vexti. Gjaldeyrisskiptasamningar voru ein tegund vaxtamunarviðskipta. Annar farvegur þessara sömu viðskipta voru skuldabréf í íslenskum krónum gefin út í útlöndum af erlendum aðilum, hin svokölluðu jöklabréf. Þessi krónueign útlendinga myndaði snjóhengjuna sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með. Ástæður þess vanda sem Ísland lenti í skrifast að miklu leyti á frjálst flæði fjármagns enda voru ekki innleidd nauðsynleg stjórntæki til að verja fjármálastöðugleika. Til dæmis með takmörkunum á innflæði fjár. Það er fullkomin óskhyggja að halda að hægt sé að vera með íslenska krónu samtímis fullkomlega frjálsum fjármagnsflutningum. Einhvers konar takmarkanir á frjálsu flæði fjár eru þau stjórntæki sem við þurfum til að vernda fjármálastöðugleika og lífskjör almennings. Menn þurfa jafnframt að hafa hugfast að gjaldeyrishöftin, sem komið var á með lögum í nóvember 2008, hafa ekki bitnað á venjulegu launafólki enda eru vöru- og þjónustuviðskipti undanþegin höftunum. Höftin hafa fyrst og fremst bitnað á útflutningsfyrirtækjum, fjármagnseigendum og efnamiklu fólki sem hefur þurft að flytja fé milli landa, til dæmis vegna fasteignaviðskipta. Hins vegar hefur almenningur á Íslandi orðið fyrir afleiddu tjóni af völdum haftanna þar sem fjárfesting hefur verið minni. Eiginlegt tjón er hins vegar undirorpið ónákvæmum, huglægum spádómum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að Seðlabankinn myndi bregðast við áður en vaxtamunarviðskiptin yrðu vandamál. Það er hins vegar alvarlegt áhyggjuefni að þau stjórntæki sem eru nauðsynleg til að taka á vaxtamunarviðskiptum hafa ekki verið innleidd. Þessum úrræðum var skilmerkilega lýst í ritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft sem Seðlabankinn gaf út í ágúst 2012. Hægt er að skattleggja fjármagnshreyfingar sérstaklega eða setja bindiskyldu á erlenda fjármögnun, svo dæmi sé tekið. Hvort tveggja krefst sérstakrar lagasetningar. Það hvaða leið stjórnvöld velja að lokum til að verja fjármálastöðugleika er ekki aðalatriðið. En það er mikilvægt að stjórnendur Seðlabankans séu á tánum og löggjafinn útvegi Seðlabankanum nauðsynleg stjórntæki til að bregðast við. Við megum ekki sofna á verðinum og endurtaka mistökin frá síðasta góðæri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt óverðtryggð ríkissuldabréf fyrir 80 milljarða króna á innan við ári með það fyrir augum að hagnast á vaxtamun Íslands við útlönd. Það er ný snjóhengja að byggjast upp. Hvað ætla að stjórnvöld að gera til að bregðast við? Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá frá því sem gerðist hér fyrir 2008. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að ef aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir myndi það kynda undir innlenda eftirspurn. Það myndi síðan kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Ísland var vinsælt hjá spákaupmönnum sem vildu hagnast á vaxtamunarviðskiptum fyrir banka- og gjaldeyrishrunið 2008. Vaxtamunarviðskipti felast í því að tekið er lán í gjaldmiðli þar sem vextir eru lágir. Lánsupphæðinni er síðan skipt yfir í gjaldmiðil sem greiðir háa vexti. Gjaldeyrisskiptasamningar voru ein tegund vaxtamunarviðskipta. Annar farvegur þessara sömu viðskipta voru skuldabréf í íslenskum krónum gefin út í útlöndum af erlendum aðilum, hin svokölluðu jöklabréf. Þessi krónueign útlendinga myndaði snjóhengjuna sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með. Ástæður þess vanda sem Ísland lenti í skrifast að miklu leyti á frjálst flæði fjármagns enda voru ekki innleidd nauðsynleg stjórntæki til að verja fjármálastöðugleika. Til dæmis með takmörkunum á innflæði fjár. Það er fullkomin óskhyggja að halda að hægt sé að vera með íslenska krónu samtímis fullkomlega frjálsum fjármagnsflutningum. Einhvers konar takmarkanir á frjálsu flæði fjár eru þau stjórntæki sem við þurfum til að vernda fjármálastöðugleika og lífskjör almennings. Menn þurfa jafnframt að hafa hugfast að gjaldeyrishöftin, sem komið var á með lögum í nóvember 2008, hafa ekki bitnað á venjulegu launafólki enda eru vöru- og þjónustuviðskipti undanþegin höftunum. Höftin hafa fyrst og fremst bitnað á útflutningsfyrirtækjum, fjármagnseigendum og efnamiklu fólki sem hefur þurft að flytja fé milli landa, til dæmis vegna fasteignaviðskipta. Hins vegar hefur almenningur á Íslandi orðið fyrir afleiddu tjóni af völdum haftanna þar sem fjárfesting hefur verið minni. Eiginlegt tjón er hins vegar undirorpið ónákvæmum, huglægum spádómum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að Seðlabankinn myndi bregðast við áður en vaxtamunarviðskiptin yrðu vandamál. Það er hins vegar alvarlegt áhyggjuefni að þau stjórntæki sem eru nauðsynleg til að taka á vaxtamunarviðskiptum hafa ekki verið innleidd. Þessum úrræðum var skilmerkilega lýst í ritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft sem Seðlabankinn gaf út í ágúst 2012. Hægt er að skattleggja fjármagnshreyfingar sérstaklega eða setja bindiskyldu á erlenda fjármögnun, svo dæmi sé tekið. Hvort tveggja krefst sérstakrar lagasetningar. Það hvaða leið stjórnvöld velja að lokum til að verja fjármálastöðugleika er ekki aðalatriðið. En það er mikilvægt að stjórnendur Seðlabankans séu á tánum og löggjafinn útvegi Seðlabankanum nauðsynleg stjórntæki til að bregðast við. Við megum ekki sofna á verðinum og endurtaka mistökin frá síðasta góðæri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun