Bale: Zidane gaf okkur trú Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 17:45 Gareth Bale skaut Real í úrslit. vísir/getty Real Madrid leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en liðið hafði betur, 1-0, í seinni leiknum gegn Manchester City á miðvikudagskvöldið. Það var eina markið sem var skorað í 180 mínútna rimmu liðanna. Sigurinn vannst nákvæmlega fjórum mánuðum eftir að Zidane tók við af Rafael Benítez sem þjálfari spænska stórliðsins en Benítez er nú að reyna að halda Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Walesverjinn er meira en lítið ánægður með innkomu Zidane en samkvæmt fréttum í spænskum og enskum miðlum var hann mjög óánægður þegar Benítez var látinn fara og íhugaði að fara aftur til Englands í sumar. „Zidane hefur gefið okkur trú og frelsi til að fara út á völl og leyfa okkur að gera það sem við getum og njóta þess,“ segir Bale í viðtali á heimasíðu UEFA. „Þegar leikmenn fá að spila svona sérðu það besta frá þeim.“ Bale skoraði eina mark leiksins og hann viðurkennir sjálfur að hann var heppinn að boltinn fór inn í markið þar sem hann ætlaði ekki að skjóta. „Ég ætlaði að gefa fyrir en það skiptir augljóslega engu máli hvernig boltinn fer inn í markið. Við erum ánægðir og það sem skiptir mestu máli er að við erum komnir í úrslitaleikinn,“ segir Gareth Bale. Real mætir samborgurum sínum í Atlético Madrid í Mílanó í lok maí en það verður endurtekning á úrslitaleiknum 2014 sem Real Madrid vann eftir framlengingu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo: Ég er kominn í sögubækurnar hvort sem fólki líkar það eða ekki Portúgalinn er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi og getur bætt við metið gegn Manchester City í kvöld. 4. maí 2016 12:30 Ronaldo: Við vorum betri Cristiano Ronaldo er enn á ný kominn í úrslit Meistaradeildarinnar og var að vonum himinlifandi. 4. maí 2016 21:33 Madridar-slagur í úrslitum Meistaradeildarinnar Það verða Madridar-liðin Real og Atletico sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár. 4. maí 2016 20:30 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Biðu eftir íslenska liðinu á flugvellinum Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Sjá meira
Real Madrid leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en liðið hafði betur, 1-0, í seinni leiknum gegn Manchester City á miðvikudagskvöldið. Það var eina markið sem var skorað í 180 mínútna rimmu liðanna. Sigurinn vannst nákvæmlega fjórum mánuðum eftir að Zidane tók við af Rafael Benítez sem þjálfari spænska stórliðsins en Benítez er nú að reyna að halda Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Walesverjinn er meira en lítið ánægður með innkomu Zidane en samkvæmt fréttum í spænskum og enskum miðlum var hann mjög óánægður þegar Benítez var látinn fara og íhugaði að fara aftur til Englands í sumar. „Zidane hefur gefið okkur trú og frelsi til að fara út á völl og leyfa okkur að gera það sem við getum og njóta þess,“ segir Bale í viðtali á heimasíðu UEFA. „Þegar leikmenn fá að spila svona sérðu það besta frá þeim.“ Bale skoraði eina mark leiksins og hann viðurkennir sjálfur að hann var heppinn að boltinn fór inn í markið þar sem hann ætlaði ekki að skjóta. „Ég ætlaði að gefa fyrir en það skiptir augljóslega engu máli hvernig boltinn fer inn í markið. Við erum ánægðir og það sem skiptir mestu máli er að við erum komnir í úrslitaleikinn,“ segir Gareth Bale. Real mætir samborgurum sínum í Atlético Madrid í Mílanó í lok maí en það verður endurtekning á úrslitaleiknum 2014 sem Real Madrid vann eftir framlengingu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo: Ég er kominn í sögubækurnar hvort sem fólki líkar það eða ekki Portúgalinn er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi og getur bætt við metið gegn Manchester City í kvöld. 4. maí 2016 12:30 Ronaldo: Við vorum betri Cristiano Ronaldo er enn á ný kominn í úrslit Meistaradeildarinnar og var að vonum himinlifandi. 4. maí 2016 21:33 Madridar-slagur í úrslitum Meistaradeildarinnar Það verða Madridar-liðin Real og Atletico sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár. 4. maí 2016 20:30 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Biðu eftir íslenska liðinu á flugvellinum Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Sjá meira
Ronaldo: Ég er kominn í sögubækurnar hvort sem fólki líkar það eða ekki Portúgalinn er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi og getur bætt við metið gegn Manchester City í kvöld. 4. maí 2016 12:30
Ronaldo: Við vorum betri Cristiano Ronaldo er enn á ný kominn í úrslit Meistaradeildarinnar og var að vonum himinlifandi. 4. maí 2016 21:33
Madridar-slagur í úrslitum Meistaradeildarinnar Það verða Madridar-liðin Real og Atletico sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár. 4. maí 2016 20:30