Milner vill Henderson frekar en fyrirliðabandið í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2016 12:00 James Milner fær góð ráð frá Jürgen Klopp í gær. Vísir/Getty James Milner hefur verið fyrirliði Liverpool-liðsins í fjarveru Jordan Henderson og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með flottri frammistöðu í 3-0 sigri í seinni leiknum á móti Villarreal á Anfield í gærkvöldi. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel í Sviss en sigur í þeim leik kemur liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jordan Henderson hefur ekkert spilað með Liverpool síðan að hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitunum. James Milner óskar þess að Jordan Henderson verði búin að ná sér fyrir úrslitaleikinn sem verður 18. maí og hann mun glaður láta hann fá fyrirliðabandið aftur. „Það er bara frábært að vera komnir alla leið," sagði James Milner við heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær. „Vonandi á Hendo möguleika á því að ná úrslitaleiknum. Ef hann verður klár þá mun hann bera fyrirliðabandið í úrslitaleiknum. Við viljum allir sjá hann koma til baka," sagði Milner. „Ef að hann nær ekki leiknum þá yrði það mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði þessa fótboltafélags í þessum leik," sagði Milner. Liverpool á að baki fjórtán leiki í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það hefur því verið mikið verk að koma liðinu alla leið í úrslitaleikinn. „Þetta er búin að vera löng leið. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu á tímabilinu og ég hugsa til baka þegar við vorum að spila á frosnum völlum í riðlakeppninni," sagði Milner. „Við höfum slegið út fullt af góðum liðum á leið okkar og nú er framundan leikur á móti öðru góðu liði. Við höfum komið okkur í aðstöðu til að vinna titil. Þetta verður annar úrslitaleikur okkar á leiktíðinni og vonandi tekst okkur að vinna titil," sagði Milner. „Þetta félag hefur vanist því að vinna titla og það búast allir við góðum árangri hér. Félagið vill vera í úrslitaleikjum og allir í liðinu vilja nú nýta tækifærið og bæta við titilskrána," sagði Milner. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00 Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19 Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20 Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56 Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15 Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
James Milner hefur verið fyrirliði Liverpool-liðsins í fjarveru Jordan Henderson og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með flottri frammistöðu í 3-0 sigri í seinni leiknum á móti Villarreal á Anfield í gærkvöldi. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel í Sviss en sigur í þeim leik kemur liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jordan Henderson hefur ekkert spilað með Liverpool síðan að hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitunum. James Milner óskar þess að Jordan Henderson verði búin að ná sér fyrir úrslitaleikinn sem verður 18. maí og hann mun glaður láta hann fá fyrirliðabandið aftur. „Það er bara frábært að vera komnir alla leið," sagði James Milner við heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær. „Vonandi á Hendo möguleika á því að ná úrslitaleiknum. Ef hann verður klár þá mun hann bera fyrirliðabandið í úrslitaleiknum. Við viljum allir sjá hann koma til baka," sagði Milner. „Ef að hann nær ekki leiknum þá yrði það mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði þessa fótboltafélags í þessum leik," sagði Milner. Liverpool á að baki fjórtán leiki í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það hefur því verið mikið verk að koma liðinu alla leið í úrslitaleikinn. „Þetta er búin að vera löng leið. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu á tímabilinu og ég hugsa til baka þegar við vorum að spila á frosnum völlum í riðlakeppninni," sagði Milner. „Við höfum slegið út fullt af góðum liðum á leið okkar og nú er framundan leikur á móti öðru góðu liði. Við höfum komið okkur í aðstöðu til að vinna titil. Þetta verður annar úrslitaleikur okkar á leiktíðinni og vonandi tekst okkur að vinna titil," sagði Milner. „Þetta félag hefur vanist því að vinna titla og það búast allir við góðum árangri hér. Félagið vill vera í úrslitaleikjum og allir í liðinu vilja nú nýta tækifærið og bæta við titilskrána," sagði Milner.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00 Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19 Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20 Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56 Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15 Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00
Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19
Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20
Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56
Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15
Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30