Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðstandendur hinna látnu fagna innilega niðurstöðum rannsóknarinnar, sem lengi hefur verið beðið eftir. Fréttablaðið/EPA Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögnuðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rannsóknarkviðdóms sagður hafa brugðist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mistök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi viðbrögð lögreglu og sjúkraliðs verið alltof hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiksins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lögreglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórnvöld líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völlinn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöðum sínum í gær. Við öllum spurningunum nema einni komst kviðdómurinn að einróma niðurstöðu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögnuðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rannsóknarkviðdóms sagður hafa brugðist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mistök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi viðbrögð lögreglu og sjúkraliðs verið alltof hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiksins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lögreglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórnvöld líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völlinn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöðum sínum í gær. Við öllum spurningunum nema einni komst kviðdómurinn að einróma niðurstöðu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira