Tónn fyrir tragedíu Ívar Halldórsson skrifar 27. apríl 2016 15:53 Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun