„Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 11:29 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafðist þess á Alþingi í dag að ríkisstjórnin færi frá og vill að opinber rannsókn fari fram á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum. „Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu og hún á að fara frá,“ sagði Bjarkey undir liðnum störf þingsins. Bjarkey sagði það sæta tíðindum að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi ekki talið ástæðu til að framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, færi frá vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra séu gagnrýniverð vegna málsins. „Við erum að tala hér um að forsætisráðherra landsins hefur sagt og lýsir því yfir að það sé í lagi að eiga fjármuni og eignir í skattaskjólum. Það var þá til þess að formaður hans flokks sagði af sér. Hverslags bull er þetta eiginlega?,“ sagði Bjarkey. Þá furðaði hún sig í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt Ísland hálfgert skattaskjól. „Fjármála- og efnahagsráherra hann talar nánast fyrir því að það sé í lagi að vera í skattaskjólum enda Ísland svo sem skattaskjól að mati ráðherrans. Hann telur það þjóðinni boðlegt að hann ætli að hafa krumlurnar í því að selja eignir þrotabúanna sem þjóðin situr uppi með, og honum finnst ómerkilegt að allir séu settir undir sama hatt sem í skattaskjólum eiga eignir og fjármuni. Það er eins og ráðherra skattamála skilji ekki að það er engin leið fyrir íslensk skattyfirvöld að sannreyna að fullu hvort til dæmis skattar skili sér,“ sagði Bjarkey. Ráðherrar sem ekki skilji að berjast þurfi gegn tilvist skattaskjóla eigi að segja af sér. Bjarkey sagði jafnframt nauðsnlegt að fram fari opinber rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaskjólum, en málið verður til umræðu á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafðist þess á Alþingi í dag að ríkisstjórnin færi frá og vill að opinber rannsókn fari fram á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum. „Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu og hún á að fara frá,“ sagði Bjarkey undir liðnum störf þingsins. Bjarkey sagði það sæta tíðindum að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi ekki talið ástæðu til að framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, færi frá vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra séu gagnrýniverð vegna málsins. „Við erum að tala hér um að forsætisráðherra landsins hefur sagt og lýsir því yfir að það sé í lagi að eiga fjármuni og eignir í skattaskjólum. Það var þá til þess að formaður hans flokks sagði af sér. Hverslags bull er þetta eiginlega?,“ sagði Bjarkey. Þá furðaði hún sig í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt Ísland hálfgert skattaskjól. „Fjármála- og efnahagsráherra hann talar nánast fyrir því að það sé í lagi að vera í skattaskjólum enda Ísland svo sem skattaskjól að mati ráðherrans. Hann telur það þjóðinni boðlegt að hann ætli að hafa krumlurnar í því að selja eignir þrotabúanna sem þjóðin situr uppi með, og honum finnst ómerkilegt að allir séu settir undir sama hatt sem í skattaskjólum eiga eignir og fjármuni. Það er eins og ráðherra skattamála skilji ekki að það er engin leið fyrir íslensk skattyfirvöld að sannreyna að fullu hvort til dæmis skattar skili sér,“ sagði Bjarkey. Ráðherrar sem ekki skilji að berjast þurfi gegn tilvist skattaskjóla eigi að segja af sér. Bjarkey sagði jafnframt nauðsnlegt að fram fari opinber rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaskjólum, en málið verður til umræðu á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira