Tvö silfur og fjögur brons á NM í Karate Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2016 12:30 Á meðfylgjandi mynd má sjá verðlaunahafa, frá vinstri Kristín Magnúsdóttir, Máni Karl Guðmundsson, Embla Kjartansdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Edda Kristín Óttarsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson. Í gær fór fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið var í Ålaborg, Danmörku. Ísland var með 21 keppanda á mótinu og stóðu þau sig öll vel. Hópkataliðið í kvennaflokki vann til silfurverðlauna eftir að hafa mætt danska hópkataliðinu í úrslitum, þar sem okkar lið framkvæmdi kata Enpi. Í einstaklingsflokkum stóð María Helga Guðmundsdóttir best þegar hún keppti í -55kg flokki. Í fyrstu umferð mætti María Sabina Laaveri frá Svíþjóð, María vann viðureignina 3-2, í annarri umferð mætti María hinni dönsku Amalie Poulsen og fór létt með hana, viðureignin endaði 5-1 fyrir Maríu. Í úrslitum mætti María Helga Ariana Alic frá Noregi, sú viðureign var jöfn þó svo að sú norska hafi unnið 7-2. Þess má geta að María Helga mætti þeirri norsku svo í liðakeppni og þá vann María viðureign þeirra 6-1. Í juniorflokki endaði Máni Karl Guðmundsson uppi með brons í kumite -61kg. Máni vann Oliver Danielsen frá Danmörku í fyrstu viðureign 2-0 en í undanúrslitum tapaði hann fyrir Daniel Johnsen frá Noregi. Í viðureigninni um 3ja sætið mætti Máni Malek Refai frá Svíþjóð í jafnri viðureign, Máni Karl stóð uppi sem sigurvegari og bronsið hans. Í junior kumite -59kg keppti Edda Kristín Óttarsdóttir við Oona Tammisto frá Finnlandi þar sem Edda sigraði 5-0, í undanúrslitum tapaði Edda fyrir Heliose Hedbom frá Svíþjóð. Í viðureigninni um bronsið mætti Edda Pernille Stumberg frá Noregi í jöfnum og skemmtilegum bardaga sem Edda stýrði allan tímann og stóð uppi sem sigurvegari og bronsið því hennar. Í cadetflokki keppti Embla Kjartansdóttir í kumite -47kg, Embla tapaði fyrir Amalie Pedersen frá Noregi í fyrstu viðureigninni, en í bardaganum um bronsið vann hún Emmelie Sode frá Danmörku 5-0. Í cadet kumite -70kg mætti Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Johannes Korpela frá Finnlandi en sá finnski vann 4-1. Ágúst fékk uppreisn og réttinn til að berjast um 3ja sætið þar sem hann mætti Christian Bendiksen frá Noregi, sú viðureign var jöfn en Ágúst skoraði gott stig og vann 1-0 og því bronsið hans. Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig mjög vel, margir áttu mjög góðan dag og voru í baráttu um bronsverðlaun en biðu lægri hlut. Greinilegt er að liðið okkar er að styrkjast og vera betra.Verðlaun Íslands á NM 2016; Silfur í hópkata kvenna; Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir Silfur í kumite kvenna -55kg; María Helga Guðmundsdóttir Brons í kumite junior -61kg; Máni Karl Guðmundsson Brons í kumite junior -59kg; Edda Kristín Óttarsdóttir Brons í kumite cadet -47kg; Embla Kjartansdóttir Brons í kumite cadet -70kg; Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Hér að neðan má sjá brot úr kumiteviðureignum gærdagsins ásamt því að landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason, ræðir um árangur dagsins. Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Í gær fór fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið var í Ålaborg, Danmörku. Ísland var með 21 keppanda á mótinu og stóðu þau sig öll vel. Hópkataliðið í kvennaflokki vann til silfurverðlauna eftir að hafa mætt danska hópkataliðinu í úrslitum, þar sem okkar lið framkvæmdi kata Enpi. Í einstaklingsflokkum stóð María Helga Guðmundsdóttir best þegar hún keppti í -55kg flokki. Í fyrstu umferð mætti María Sabina Laaveri frá Svíþjóð, María vann viðureignina 3-2, í annarri umferð mætti María hinni dönsku Amalie Poulsen og fór létt með hana, viðureignin endaði 5-1 fyrir Maríu. Í úrslitum mætti María Helga Ariana Alic frá Noregi, sú viðureign var jöfn þó svo að sú norska hafi unnið 7-2. Þess má geta að María Helga mætti þeirri norsku svo í liðakeppni og þá vann María viðureign þeirra 6-1. Í juniorflokki endaði Máni Karl Guðmundsson uppi með brons í kumite -61kg. Máni vann Oliver Danielsen frá Danmörku í fyrstu viðureign 2-0 en í undanúrslitum tapaði hann fyrir Daniel Johnsen frá Noregi. Í viðureigninni um 3ja sætið mætti Máni Malek Refai frá Svíþjóð í jafnri viðureign, Máni Karl stóð uppi sem sigurvegari og bronsið hans. Í junior kumite -59kg keppti Edda Kristín Óttarsdóttir við Oona Tammisto frá Finnlandi þar sem Edda sigraði 5-0, í undanúrslitum tapaði Edda fyrir Heliose Hedbom frá Svíþjóð. Í viðureigninni um bronsið mætti Edda Pernille Stumberg frá Noregi í jöfnum og skemmtilegum bardaga sem Edda stýrði allan tímann og stóð uppi sem sigurvegari og bronsið því hennar. Í cadetflokki keppti Embla Kjartansdóttir í kumite -47kg, Embla tapaði fyrir Amalie Pedersen frá Noregi í fyrstu viðureigninni, en í bardaganum um bronsið vann hún Emmelie Sode frá Danmörku 5-0. Í cadet kumite -70kg mætti Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Johannes Korpela frá Finnlandi en sá finnski vann 4-1. Ágúst fékk uppreisn og réttinn til að berjast um 3ja sætið þar sem hann mætti Christian Bendiksen frá Noregi, sú viðureign var jöfn en Ágúst skoraði gott stig og vann 1-0 og því bronsið hans. Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig mjög vel, margir áttu mjög góðan dag og voru í baráttu um bronsverðlaun en biðu lægri hlut. Greinilegt er að liðið okkar er að styrkjast og vera betra.Verðlaun Íslands á NM 2016; Silfur í hópkata kvenna; Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir Silfur í kumite kvenna -55kg; María Helga Guðmundsdóttir Brons í kumite junior -61kg; Máni Karl Guðmundsson Brons í kumite junior -59kg; Edda Kristín Óttarsdóttir Brons í kumite cadet -47kg; Embla Kjartansdóttir Brons í kumite cadet -70kg; Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Hér að neðan má sjá brot úr kumiteviðureignum gærdagsins ásamt því að landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason, ræðir um árangur dagsins.
Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira