Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. apríl 2016 11:55 Tónlistarmaðurinn Prins Póló frumsýndi í morgun nýtt myndband við lagið Sandalar á tónlistarvefnum Albumm.is. Þetta er fyrsta myndbandið sem prinsinn, réttu nafni Svavar Pétur Eysteinsson, deilir með aðdáendum sínum frá því að hann gaf út breiðskífuna Sorrí sem fór aldeilis vel í landann. Þegar blaðamaður hafði samband við Svavar var hann við búskap sinn á Karlsstöðum í Berufirði. Verkefni dagsins var prófa nýjar bragðtegundir fyrir Sveitasnakkið sem rýkur út. Svavar finnur sér þó tíma til þess að sinna tónlistinni að bú- og fjölskyldustörfum loknum. Naumhyggjan er í lykilhlutverki í nýja myndbandinu, sem gert er af þýska kvikmyndagerðateyminu Orange-Ear, og það er heldur betur góð ástæða fyrir því. „Við vorum stödd út í Berlín í janúar á matarráðsstefnu,“ segir Svavar um tilurð nýja myndbandsins. „Við fengum okkur kvöldverð með þýsku pari sem hefur lengi langað til þess að gera myndband með okkur. Við höfðum klárað lagið fyrr um daginn og yfir matnum var bara ákveðið að kýla á myndbandagerð strax morguninn eftir, á sunnudegi. Við höfðum ekkert í höndunum. Við vorum búin að ákveða að koma við í föndurbúð og kaupa eitthvað góss. Svo komumst við að því að það er allt lokað á sunnudögum í Berlín. Þeir taka hvíldardaginn heilagan.“ Nú voru góð ráð dýr fyrir Svavar og Berglindi eiginkonu hans. En prinsinn deyr ekki ráðalaus. „Þegar við komum á staðinn þá var það eina sem við höfðum úr að moða, einn pappakassi, hvítt lak, reykvél og ljós. Við settumst niður og skrifuðum handrit út frá þessu. Annar leikstjórinn og við nýttum það í hárkollu. Þetta er ástæðan fyrir því að myndbandið hefur þennan þýska naumhyggjubrag á sér. Þetta hefði aldrei komið svona úr Breiðholtinu í dag... en kannski in the old days.“Kallinn að grilla í liðinu.Vísir/Orange-EarOf mikið stress að gera plöturEftir gífurlegar vinsældir lagsins París norðursins hafa margir beðið spenntir eftir nýju efni frá Prins Póló. Svo virðist sem hann ætli að fara svipaða leið og síðast; að henda út einu og einu lagi á netinu í nokkra mánuði áður en stór breiðskífa sér útgáfu. „Það hefur alltaf farið svolítið illa með mig að semja einhver tíu tólf lög á plötu og gefa þau svo út öll í einu. Mér finnst líka ágætt að horfa á hvert lag sem sjálfstætt verk. Ég reyni þá bara að vanda hvert lag og ganga fullkomlega frá því og fara svo bara í næsta lag. Það er mjög kvíðavaldandi að halda utan um heilt verk.“ Eins og þróun plötusölu hefur verið síðustu ár, ætti þetta að vera kjörin leið fyrir tónlistarmenn að starfa. Plötukaupendur í dag versla síður plötur nema að hafa kynnt sér þær vel á netinu fyrst. Einnig segir Svavar þessa aðferð gefa sér betra rými til þess að þróast sem listamann. Plötukaupendur eru líka meira fyrir að kaupa plötur í dag sem þeir þekkja – eftir að hafa kynnt sér tónlistina fyrst á netinu. „Svona getur maður skoðað sig betur sem listamann. Þú gefur út lag og færð svo strax smá fjarlægð á það. Maður getur séð hvernig það leggst í vini manns og börn. Séð hvort krakkarnir manns séu að fíla lagið og svona? Þá, áður en maður fer í lag tvö, er maður búinn að melta hvernig lag eitt fór í mannskapinn. Ég held að maður þróist meira sem listamaður ef maður tekur hvert lag fyrir sem sjálfstætt verk.“Og eru börnin að fíla Sandala?„Ágætlega. Ekki eins vel og sum lögin af Sorrí. Þau fíluðu París norðursins og Fallega smiðinn. En það sem mér fannst merkilegt var það að það lag sem fór best í son minn var eina ósungna lagið á síðustu plötu. Loksins þegar pabbi þagði þá var maður kominn með eitthvað almennilegt lag!“ Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Prins Póló frumsýndi í morgun nýtt myndband við lagið Sandalar á tónlistarvefnum Albumm.is. Þetta er fyrsta myndbandið sem prinsinn, réttu nafni Svavar Pétur Eysteinsson, deilir með aðdáendum sínum frá því að hann gaf út breiðskífuna Sorrí sem fór aldeilis vel í landann. Þegar blaðamaður hafði samband við Svavar var hann við búskap sinn á Karlsstöðum í Berufirði. Verkefni dagsins var prófa nýjar bragðtegundir fyrir Sveitasnakkið sem rýkur út. Svavar finnur sér þó tíma til þess að sinna tónlistinni að bú- og fjölskyldustörfum loknum. Naumhyggjan er í lykilhlutverki í nýja myndbandinu, sem gert er af þýska kvikmyndagerðateyminu Orange-Ear, og það er heldur betur góð ástæða fyrir því. „Við vorum stödd út í Berlín í janúar á matarráðsstefnu,“ segir Svavar um tilurð nýja myndbandsins. „Við fengum okkur kvöldverð með þýsku pari sem hefur lengi langað til þess að gera myndband með okkur. Við höfðum klárað lagið fyrr um daginn og yfir matnum var bara ákveðið að kýla á myndbandagerð strax morguninn eftir, á sunnudegi. Við höfðum ekkert í höndunum. Við vorum búin að ákveða að koma við í föndurbúð og kaupa eitthvað góss. Svo komumst við að því að það er allt lokað á sunnudögum í Berlín. Þeir taka hvíldardaginn heilagan.“ Nú voru góð ráð dýr fyrir Svavar og Berglindi eiginkonu hans. En prinsinn deyr ekki ráðalaus. „Þegar við komum á staðinn þá var það eina sem við höfðum úr að moða, einn pappakassi, hvítt lak, reykvél og ljós. Við settumst niður og skrifuðum handrit út frá þessu. Annar leikstjórinn og við nýttum það í hárkollu. Þetta er ástæðan fyrir því að myndbandið hefur þennan þýska naumhyggjubrag á sér. Þetta hefði aldrei komið svona úr Breiðholtinu í dag... en kannski in the old days.“Kallinn að grilla í liðinu.Vísir/Orange-EarOf mikið stress að gera plöturEftir gífurlegar vinsældir lagsins París norðursins hafa margir beðið spenntir eftir nýju efni frá Prins Póló. Svo virðist sem hann ætli að fara svipaða leið og síðast; að henda út einu og einu lagi á netinu í nokkra mánuði áður en stór breiðskífa sér útgáfu. „Það hefur alltaf farið svolítið illa með mig að semja einhver tíu tólf lög á plötu og gefa þau svo út öll í einu. Mér finnst líka ágætt að horfa á hvert lag sem sjálfstætt verk. Ég reyni þá bara að vanda hvert lag og ganga fullkomlega frá því og fara svo bara í næsta lag. Það er mjög kvíðavaldandi að halda utan um heilt verk.“ Eins og þróun plötusölu hefur verið síðustu ár, ætti þetta að vera kjörin leið fyrir tónlistarmenn að starfa. Plötukaupendur í dag versla síður plötur nema að hafa kynnt sér þær vel á netinu fyrst. Einnig segir Svavar þessa aðferð gefa sér betra rými til þess að þróast sem listamann. Plötukaupendur eru líka meira fyrir að kaupa plötur í dag sem þeir þekkja – eftir að hafa kynnt sér tónlistina fyrst á netinu. „Svona getur maður skoðað sig betur sem listamann. Þú gefur út lag og færð svo strax smá fjarlægð á það. Maður getur séð hvernig það leggst í vini manns og börn. Séð hvort krakkarnir manns séu að fíla lagið og svona? Þá, áður en maður fer í lag tvö, er maður búinn að melta hvernig lag eitt fór í mannskapinn. Ég held að maður þróist meira sem listamaður ef maður tekur hvert lag fyrir sem sjálfstætt verk.“Og eru börnin að fíla Sandala?„Ágætlega. Ekki eins vel og sum lögin af Sorrí. Þau fíluðu París norðursins og Fallega smiðinn. En það sem mér fannst merkilegt var það að það lag sem fór best í son minn var eina ósungna lagið á síðustu plötu. Loksins þegar pabbi þagði þá var maður kominn með eitthvað almennilegt lag!“
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira