Luis Enrique, þjálfari Barcelona: Þetta er 99,9 prósent mér að kenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 08:00 Lionel Messi gengur af velli. Vísir/Getty Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær og talaði um að liðið sitt væri í holu. Barcelona tapaði 2-0 í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í átta liða úrslitunum og þar með 3-2 samanlagt. Atletico Madrid komst í undanúrslitin ásamt Bayern München, Manchester City og Real Madrid. „Leikmenn eru mjög leiðir. Við náðum ekki fram okkar besta þessa dagana. Það voru allir spenntir fyrir því að reyna að vinna Meistaradeildina aftur en það var ekki í spilunum fyrir okkur í ár," sagði Luis Enrique en liðið vann Meistaradeildina í fyrra. „Það fer ekkert á milli mála að við erum í holu. Þetta er 99,9 prósent mér að kenna en ekki hundrað prósent. Ég er þjálfarinn og ber mesta ábyrgðina," sagði Luis Enrique. Þetta er aðeins í þriðja sinn á síðustu ellefu árum þar sem Barcelona kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er enn með þriggja stiga forystu á Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. „Þetta var leikurinn sem við bjuggumst við en kannski bjóst ég þó ekki við að Atletico myndi spila svona aftarlega. Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Luis Enrique sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili í fyrra og á enn möguleika á að vinna tvo titla á tímabili númer tvö þrátt fyrir þetta tap í gær. „Við verðum að halda ró okkar og hugsa um það að við eigum enn möguleika á að vinna tvo titla. Það geta allir komið með skýringar en ég þarf að greina leikinn til að koma með mína," sagði Luis Enrique.Luis EnriqueVísir/GettyFyrsta markið Annað markið Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær og talaði um að liðið sitt væri í holu. Barcelona tapaði 2-0 í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í átta liða úrslitunum og þar með 3-2 samanlagt. Atletico Madrid komst í undanúrslitin ásamt Bayern München, Manchester City og Real Madrid. „Leikmenn eru mjög leiðir. Við náðum ekki fram okkar besta þessa dagana. Það voru allir spenntir fyrir því að reyna að vinna Meistaradeildina aftur en það var ekki í spilunum fyrir okkur í ár," sagði Luis Enrique en liðið vann Meistaradeildina í fyrra. „Það fer ekkert á milli mála að við erum í holu. Þetta er 99,9 prósent mér að kenna en ekki hundrað prósent. Ég er þjálfarinn og ber mesta ábyrgðina," sagði Luis Enrique. Þetta er aðeins í þriðja sinn á síðustu ellefu árum þar sem Barcelona kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er enn með þriggja stiga forystu á Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. „Þetta var leikurinn sem við bjuggumst við en kannski bjóst ég þó ekki við að Atletico myndi spila svona aftarlega. Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Luis Enrique sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili í fyrra og á enn möguleika á að vinna tvo titla á tímabili númer tvö þrátt fyrir þetta tap í gær. „Við verðum að halda ró okkar og hugsa um það að við eigum enn möguleika á að vinna tvo titla. Það geta allir komið með skýringar en ég þarf að greina leikinn til að koma með mína," sagði Luis Enrique.Luis EnriqueVísir/GettyFyrsta markið Annað markið
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45
Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45