Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2016 07:00 Dominiqua Alma Belányi, Thelma Rut Hermannsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir voru í sviðsljósinu á mótinu fyrir ári síðan. Vísir/Ernir Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. Thelma Rut Hermannsdóttir sem vann sögulegan sigur í fyrra þegar hún vann titilinn í sjötta skipti hefur lagt bolinn á hilluna og Valgarð Reinhardsson meistari ársins 2015 hefur verið glíma við meiðsli í hásin undanfarið og verður ekki tilbúinn til keppni fyrr en á Norðurlandamótinu sem fram fer á Íslandi 7.-8. maí. Að Valgarði undanskildum er allt okkar besta fimleikafólk skráð til leiks, Norma Dögg Róbertsdóttir, Íslandsmeistari 2014 hefur verið að glíma við meisli og mun einungis keppa á stökki og gólfi en aðrir eru heilir og tilbúnir til að leggja á sig blóð svita og tár fyrir titilinn eftirsótta. Mikil spenna ríkir hjá fimleikafólki um þessar mundir, en Irina Sazonova mun keppa um helgina, í fyrsta skipti sem íslenskur ríkisborgari á Íslandsmóti og verður að teljast langsigurstranglegasti keppandinn á mótinu. Hún mun svo viku seinna leggja af stað til Ríó, þar sem hún keppir á seinna úrtökumóti fyrir Ólympíuleika. Jón Sigurður Gunnarsson hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má reikna með að hann leggi allt í sölurnar þar sem hann hefur oft verið nálægt titlinum en ekki náð að landa honum hingað til. Í unglingaflokki eru það Margrét Lea Kristinsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegarar, þau hafa bæði verið að bæta við sig miklum erfiðleika og eru nú farin að framkvæma æfingar sem myndu sæma sér vel í fullorðins flokki. Keppni hefst klukkan 13.00 báða dagana, í dag verður keppt í fjölþraut en á morgun verður keppt á einstökum áhöldum. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. Thelma Rut Hermannsdóttir sem vann sögulegan sigur í fyrra þegar hún vann titilinn í sjötta skipti hefur lagt bolinn á hilluna og Valgarð Reinhardsson meistari ársins 2015 hefur verið glíma við meiðsli í hásin undanfarið og verður ekki tilbúinn til keppni fyrr en á Norðurlandamótinu sem fram fer á Íslandi 7.-8. maí. Að Valgarði undanskildum er allt okkar besta fimleikafólk skráð til leiks, Norma Dögg Róbertsdóttir, Íslandsmeistari 2014 hefur verið að glíma við meisli og mun einungis keppa á stökki og gólfi en aðrir eru heilir og tilbúnir til að leggja á sig blóð svita og tár fyrir titilinn eftirsótta. Mikil spenna ríkir hjá fimleikafólki um þessar mundir, en Irina Sazonova mun keppa um helgina, í fyrsta skipti sem íslenskur ríkisborgari á Íslandsmóti og verður að teljast langsigurstranglegasti keppandinn á mótinu. Hún mun svo viku seinna leggja af stað til Ríó, þar sem hún keppir á seinna úrtökumóti fyrir Ólympíuleika. Jón Sigurður Gunnarsson hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má reikna með að hann leggi allt í sölurnar þar sem hann hefur oft verið nálægt titlinum en ekki náð að landa honum hingað til. Í unglingaflokki eru það Margrét Lea Kristinsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegarar, þau hafa bæði verið að bæta við sig miklum erfiðleika og eru nú farin að framkvæma æfingar sem myndu sæma sér vel í fullorðins flokki. Keppni hefst klukkan 13.00 báða dagana, í dag verður keppt í fjölþraut en á morgun verður keppt á einstökum áhöldum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira