Fatahönnunarnemar taka höndum saman við Rauða krossinn Guðrún Ansnes skrifar 21. mars 2016 11:00 Tískusýning annars árs nema við LHÍ í samstarfi við Rauða Krossinn. Vísir/Ernir „Þetta er byggt á námskeiði sem ég hef kennt lengi og fjallar um hönnunarferli og það að vinna með textíl beint. Rauði krossinn kom svo að máli við mig og fékk nemendur til að stílisera fyrir sig í svokallaðri Nytjaviku fyrir jól. Það gekk svona líka vel svo við létum til skarar skríða,“ segir Katrín María Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Um ræðir sýninguna Misbrigði sem runnin er undan rifjum annars árs nema í faginu og fór fram síðastliðið föstudagskvöld í Hörpu. Er sýningin samstarf nemenda og fatasöfnunar Rauða krossins. Segist Katrín hafa haft hugmyndina að þess konar verkefni töluvert lengi í kollinum. „Ég var alltaf að gæla við þetta. Hvert erum við að stefna varðandi neyslu á textíl og fatnaði? Ég fékk svo upplýsingar frá Rauða krossinum og þá kviknaði þessi hugmynd, að gera umfangsmikla sýningu með þessum hætti án þess að slaka á sköpunarkraftinum.“Vísir/ErnirAðspurð um hvernig nemendur hafi tileinkað sér hugmyndina svarar Katrín: „Þetta hefur bara verið rosalega gaman og nemendurnir eru algjörlega upptendraðir. Við finnum öll að heimurinn er að breytast og við verðum að horfast í augu við að þessar auðlindir sem við eigum eru ekki endalausar. Við verðum að huga að alvöru endurvinnslu. Þetta er engin spurning um að við þurfum að vinna betur með það sem við höfum í höndunum.“Vísir/ErnirKatrín segir sýninguna á laugardaginn þó aðeins fyrri hluta sýningarferlisins, því í apríl muni verða blásið til annarrar sýningar. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21 Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Þörf á starfsfólki sem kann að forrita og hanna Tækniskólinn hyggst bjóða upp á sérstakt nám í vefþróun frá næsta hausti. Í náminu verður farið djúpt í viðmótsforritun, hönnunarhlutann og framendaforritun. 29. apríl 2015 09:15 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta er byggt á námskeiði sem ég hef kennt lengi og fjallar um hönnunarferli og það að vinna með textíl beint. Rauði krossinn kom svo að máli við mig og fékk nemendur til að stílisera fyrir sig í svokallaðri Nytjaviku fyrir jól. Það gekk svona líka vel svo við létum til skarar skríða,“ segir Katrín María Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Um ræðir sýninguna Misbrigði sem runnin er undan rifjum annars árs nema í faginu og fór fram síðastliðið föstudagskvöld í Hörpu. Er sýningin samstarf nemenda og fatasöfnunar Rauða krossins. Segist Katrín hafa haft hugmyndina að þess konar verkefni töluvert lengi í kollinum. „Ég var alltaf að gæla við þetta. Hvert erum við að stefna varðandi neyslu á textíl og fatnaði? Ég fékk svo upplýsingar frá Rauða krossinum og þá kviknaði þessi hugmynd, að gera umfangsmikla sýningu með þessum hætti án þess að slaka á sköpunarkraftinum.“Vísir/ErnirAðspurð um hvernig nemendur hafi tileinkað sér hugmyndina svarar Katrín: „Þetta hefur bara verið rosalega gaman og nemendurnir eru algjörlega upptendraðir. Við finnum öll að heimurinn er að breytast og við verðum að horfast í augu við að þessar auðlindir sem við eigum eru ekki endalausar. Við verðum að huga að alvöru endurvinnslu. Þetta er engin spurning um að við þurfum að vinna betur með það sem við höfum í höndunum.“Vísir/ErnirKatrín segir sýninguna á laugardaginn þó aðeins fyrri hluta sýningarferlisins, því í apríl muni verða blásið til annarrar sýningar.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21 Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Þörf á starfsfólki sem kann að forrita og hanna Tækniskólinn hyggst bjóða upp á sérstakt nám í vefþróun frá næsta hausti. Í náminu verður farið djúpt í viðmótsforritun, hönnunarhlutann og framendaforritun. 29. apríl 2015 09:15 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21
Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45
Þörf á starfsfólki sem kann að forrita og hanna Tækniskólinn hyggst bjóða upp á sérstakt nám í vefþróun frá næsta hausti. Í náminu verður farið djúpt í viðmótsforritun, hönnunarhlutann og framendaforritun. 29. apríl 2015 09:15