Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 24-30 | Geir í ham í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 17. mars 2016 20:00 Geir Guðmundsson var magnaður í kvöld. vísir/andri marinó Valsmenn sigruðu ÍBV með sex marka mun í 25. umferð Olís-deildar karla sem fram fór í kvöld. Valsmenn svöruðu þar með fyrir ömurlegan leik sinn gegn Víkingum í síðustu umferð. Valsmenn höfðu ekki að neinu að keppa í kvöld vegna þess að þeir geta ekki farið ofar í töflunni og ekki neðar það sem eftir lifir af leiktíðinni. Eyjamenn eru þó í harðri baráttu um heimaleikjarétt í átta liða úrslitum. Varamarkverðir beggja liða byrjuðu leikinn þar sem þeir Stephen Nielsen og Hlynur Morthens sem mynduðu ógnarsterkt markvarðarpar Valsmanna á síðustu leiktíð. Sigurður Ingiberg Ólafsson nýtti tækifæri sitt frábærlega í markinu hjá Val og varði átján skot. Valsmenn tóku forystuna snemma og virtust vera staðráðnir í því að láta fyrri hálfleikinn gegn Víkingum gleymast sem fyrst. Leikmenn ÍBV sýndu þó sitt rétta andlit á næstu mínútum og tókst þeim að komast yfir. Flestir héldu að Eyjamenn myndu ganga á lagið þar sem Valsmenn höfðu að litlu að keppa. Valsmenn sýndu það þó það sem eftir lifði fyrri hálfleiks að þeim langaði meira í stigin heldur en Eyjamenn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik sem er mjög ólíkt liðunum en Eyjamenn fengu litla sem enga markvörslu í leiknum. Liðið er af mörgum talið vera með sterkasta markvarðarpar deildarinnar en þeir mættu aldrei í leikinn í dag. Kolbeinn Aron Arnarson byrjaði leikinn og varði 4 skot af þeim 17 sem hann fékk á sig. Í tveimur af vörslunum fengu Valsmenn vítakast og í þeirri þriðju fengu þeir fríkast. Stephen Nielsen varði þá einungis fimm af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig. Þeir voru með 23% og 24% markvörslu sem er slakt af svona leikmönnum. Geir Guðmundsson átti gjörsamlega frábæran leik hjá Valsmönnum og skoraði 11 mörk úr 12 skotum. Fyrstu níu skot hans fundu netið en fyrsta klikkið hans kom seint í síðari hálfleik. Félagi hans Sveinn Aron Sveinsson var ekki síðri en hann skoraði átta mörk úr tíu skotum. Hægri vængur Valsmanna þurfti varla að hafa fyrir mörkum sínum þar sem vörn Eyjamanna var gjörsamlega úti á túni á köflum. Heimamenn náðu ágætum kafla um miðbik síðari hálfleiks þar sem liðið minnkaði muninn niður í eitt mark. Þá gáfu Valsmenn í og kláruðu leikinn frábærlega, Óskar Bjarni Óskarsson ákvað að hvíla ekki lykilleikmenn og uppskar því öruggan sex marka sigur. Sigurinn gerir lokasprett Eyjamanna erfiðari en liðið þarf að sigra síðustu þrjá leiki sína til að eiga raunhæfa möguleika á 3. sæti deildarinnar.Sigurður Bragason: Við brotnuðum snemma „Fyrstu viðbrögð eru þung, við brotnum snemma. Við áttum í basli með þá varnarlega í fyrri hálfleik þar sem þeir skora á okkur sautján mörk,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara Eyjamanna, eftir þungt sex marka tap gegn Valsmönnum. „Við fáum litla markvörslu og erum með lélega vörn, við fengum á okkur átta mörk í síðari hálfleik þegar 20 mínútur eru búnar, það er gott á móti góðu liði. Við komumst inn í leikinn og förum niður í eitt mark.“ „Við förum svo að taka vitlausar ákvarðanir og pirra okkur á hvorum öðrum. Maður fann það að það var pirringur í okkur.“ Aðspurður hvort að einhverjir einstakir leikmenn hafi valdið vonbrigðum í dag hafði Siggi þetta að segja. „Já, já, ég ætla ekki að segja þér það. Það eru sumir þarna sem eru betri, alveg klárlega. Nú höfum við ekki mikinn tíma að vera að pæla í því, það eru þrír leikir eftir á rétt rúmri viku.“ „Síðan byrjar alvaran, við eigum enn séns á þriðja sæti, við þurfum að vinna þrjá hörkuleiki. Við þurfum aðeins að rífa upp þessi gæði og annað sem er í þessu liði.“ „Þeir eru allir í fínu standi, það vantar ekki. Þetta gerist ekki oft hjá okkur og er ekki okkar eðli að brotna. Það gerðist í dag en ég veit ekki hvað það var, það eru allir í toppstandi og allt svoleiðis. Það er engin ástæða.“ Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Valsmenn sigruðu ÍBV með sex marka mun í 25. umferð Olís-deildar karla sem fram fór í kvöld. Valsmenn svöruðu þar með fyrir ömurlegan leik sinn gegn Víkingum í síðustu umferð. Valsmenn höfðu ekki að neinu að keppa í kvöld vegna þess að þeir geta ekki farið ofar í töflunni og ekki neðar það sem eftir lifir af leiktíðinni. Eyjamenn eru þó í harðri baráttu um heimaleikjarétt í átta liða úrslitum. Varamarkverðir beggja liða byrjuðu leikinn þar sem þeir Stephen Nielsen og Hlynur Morthens sem mynduðu ógnarsterkt markvarðarpar Valsmanna á síðustu leiktíð. Sigurður Ingiberg Ólafsson nýtti tækifæri sitt frábærlega í markinu hjá Val og varði átján skot. Valsmenn tóku forystuna snemma og virtust vera staðráðnir í því að láta fyrri hálfleikinn gegn Víkingum gleymast sem fyrst. Leikmenn ÍBV sýndu þó sitt rétta andlit á næstu mínútum og tókst þeim að komast yfir. Flestir héldu að Eyjamenn myndu ganga á lagið þar sem Valsmenn höfðu að litlu að keppa. Valsmenn sýndu það þó það sem eftir lifði fyrri hálfleiks að þeim langaði meira í stigin heldur en Eyjamenn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik sem er mjög ólíkt liðunum en Eyjamenn fengu litla sem enga markvörslu í leiknum. Liðið er af mörgum talið vera með sterkasta markvarðarpar deildarinnar en þeir mættu aldrei í leikinn í dag. Kolbeinn Aron Arnarson byrjaði leikinn og varði 4 skot af þeim 17 sem hann fékk á sig. Í tveimur af vörslunum fengu Valsmenn vítakast og í þeirri þriðju fengu þeir fríkast. Stephen Nielsen varði þá einungis fimm af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig. Þeir voru með 23% og 24% markvörslu sem er slakt af svona leikmönnum. Geir Guðmundsson átti gjörsamlega frábæran leik hjá Valsmönnum og skoraði 11 mörk úr 12 skotum. Fyrstu níu skot hans fundu netið en fyrsta klikkið hans kom seint í síðari hálfleik. Félagi hans Sveinn Aron Sveinsson var ekki síðri en hann skoraði átta mörk úr tíu skotum. Hægri vængur Valsmanna þurfti varla að hafa fyrir mörkum sínum þar sem vörn Eyjamanna var gjörsamlega úti á túni á köflum. Heimamenn náðu ágætum kafla um miðbik síðari hálfleiks þar sem liðið minnkaði muninn niður í eitt mark. Þá gáfu Valsmenn í og kláruðu leikinn frábærlega, Óskar Bjarni Óskarsson ákvað að hvíla ekki lykilleikmenn og uppskar því öruggan sex marka sigur. Sigurinn gerir lokasprett Eyjamanna erfiðari en liðið þarf að sigra síðustu þrjá leiki sína til að eiga raunhæfa möguleika á 3. sæti deildarinnar.Sigurður Bragason: Við brotnuðum snemma „Fyrstu viðbrögð eru þung, við brotnum snemma. Við áttum í basli með þá varnarlega í fyrri hálfleik þar sem þeir skora á okkur sautján mörk,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara Eyjamanna, eftir þungt sex marka tap gegn Valsmönnum. „Við fáum litla markvörslu og erum með lélega vörn, við fengum á okkur átta mörk í síðari hálfleik þegar 20 mínútur eru búnar, það er gott á móti góðu liði. Við komumst inn í leikinn og förum niður í eitt mark.“ „Við förum svo að taka vitlausar ákvarðanir og pirra okkur á hvorum öðrum. Maður fann það að það var pirringur í okkur.“ Aðspurður hvort að einhverjir einstakir leikmenn hafi valdið vonbrigðum í dag hafði Siggi þetta að segja. „Já, já, ég ætla ekki að segja þér það. Það eru sumir þarna sem eru betri, alveg klárlega. Nú höfum við ekki mikinn tíma að vera að pæla í því, það eru þrír leikir eftir á rétt rúmri viku.“ „Síðan byrjar alvaran, við eigum enn séns á þriðja sæti, við þurfum að vinna þrjá hörkuleiki. Við þurfum aðeins að rífa upp þessi gæði og annað sem er í þessu liði.“ „Þeir eru allir í fínu standi, það vantar ekki. Þetta gerist ekki oft hjá okkur og er ekki okkar eðli að brotna. Það gerðist í dag en ég veit ekki hvað það var, það eru allir í toppstandi og allt svoleiðis. Það er engin ástæða.“
Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira