Tugir milljarða til að ná forystu Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 07:00 Úrslit ofurþriðjudagskosninganna svokölluðu í Bandaríkjunum eru nú ljós, og allt stefnir í forsetaslag milli Hillary Clinton og Donalds Trump í nóvember. Þau hafa eytt samanlagt sem nemur tæpum tuttugu milljörðum króna til að tryggja sér forystu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og himinháar fjárhæðir hafa verið óaðskiljanlegar undanfarna áratugi. Þó er áhugavert að í þessari kosningabaráttu hefur langt í frá verið samasemmerki milli þess að safna hæstu fjárhæð og velgengni. Trump hefur safnað langminnst meðal þeirra sem eru með forystu um þessar mundir. Jeb Bush sem hafði safnað næsthæstri upphæð á eftir Clinton og eytt mestu í sitt framboð hætti í kosningabaráttunni þann 20. febrúar síðastliðinn. Hillary Clinton er nú með forystu meðal demókrata, en Donald Trump meðal repúblíkana. Þau hafa eytt 17,9 milljörðum króna í framboð sín, samkvæmt nýjustu tölum frá 22. febrúar, en áætla má að talsvert hafi bæst við upphæðina milli 22. febrúar og 1. mars. Clinton hafði þá safnað 24,3 milljörðum króna og eytt 14,3 milljörðum króna, til að tryggja sér forystu. Trump hafði þó einungis eytt fimmtungi af fjárhæð Clinton, eða 3,3 milljörðum íslenskra króna.Höfðu safnað 40 milljörðum Það er ekki einungis þeir sem eru í lokaslagnum sem hafa safnað og eytt miklu fé. Center for Responsive Politics áætlar að frambjóðendur sem nú hafa hætt kosningabaráttu hafi safnað samtals 314 milljónum dollara, rúmum 40 milljörðum króna, í kosningabaráttunni.Jeb BushVísir/GettyBush safnaði 20 milljörðum Þar fremstur í flokki er Jeb Bush. Þegar hann hætti kosningabaráttu þann 20. febrúar hafði hann safnað næstmestu allra frambjóðenda eða 157,6 milljónum dollara, rúmum 20 milljörðum króna. Þar af varði hann 17 milljörðum króna í framboðið. Það er hærri fjárhæð en Hillary Clinton og Trump höfðu varið þann 22. febrúar. Aðrir vongóðir repúblíkanar, Scott Walker, Chris Christie og Carly Fiorina, söfnuðu milli 24 og 32 milljóna dollara fyrir framboðin sín. Martin O’Malley, þriðji frambjóðandi demókrata sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni, náði hins vegar einungis að safna tæpum sex milljónum dollara. Áhugavert er að beina sjónum að því hvaðan fjármagn frambjóðendana kemur. Ef litið er á landið í heild sinni sést að þær 500 milljónir dollara sem frambjóðendur höfðu safnað í lok janúar koma að mestu leyti frá Kaliforníu, New York, Texas og Flórída, samkvæmt Federal Election Comssion. Flokkarnir söfnuðu mest tæpum 30 milljónum dollara í fylki, repúblíkanar söfnuðu fénu í Texas en demókratar í Kaliforníu. Hillary Clinton safnaði mestu fé í Kaliforníu og svo New York. Langstærsti hluti fjármagns hennar kemur frá norðausturströnd Bandaríkjanna. Fjármagn Trumps kemur úr mun fleiri áttum. Mestu safnaði hann í Texas. Sömu sögu er að segja um fjármagn Cruz, tæplega þrjátíu prósent þess koma frá Texas.Hilary Clinton varði mestu í sjónvarpsauglýsingar.vísir/gettyVörðu þremur milljörðum í sjónvarpsauglýsingar fyrir ofurþriðjudaginnFrambjóðendur verja miklu fé í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda kosninga. NBC News greinir frá því að frambjóðendurnir hafi varið samtals 23 milljónum dollara, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda ofurþriðjudags. Clinton varði mestu, eða 6,4 milljónum dollara, jafnvirði 830 milljóna íslenskra króna, Sanders varði aðeins minni fjárhæð eða 5,2 milljónum dollara, tæpum 700 milljónum króna. Ted Cruz og hans kosningateymi vörðu næstmestu, og mestu meðal repúblíkana, eða 6,2 milljónum dollara, rúmlega 800 milljónum króna, að mestu leyti í Suðurríkjunum. Rubio varði 3,5 milljónum dollara samtals, jafnvirði 455 milljóna króna. Kosningateymi Trumps varði langminnstu, tæplega einum sjötta af því sem Cruz varði, eða 1,1 milljón dollara, 143 milljónum króna. Donald Trump Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Úrslit ofurþriðjudagskosninganna svokölluðu í Bandaríkjunum eru nú ljós, og allt stefnir í forsetaslag milli Hillary Clinton og Donalds Trump í nóvember. Þau hafa eytt samanlagt sem nemur tæpum tuttugu milljörðum króna til að tryggja sér forystu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og himinháar fjárhæðir hafa verið óaðskiljanlegar undanfarna áratugi. Þó er áhugavert að í þessari kosningabaráttu hefur langt í frá verið samasemmerki milli þess að safna hæstu fjárhæð og velgengni. Trump hefur safnað langminnst meðal þeirra sem eru með forystu um þessar mundir. Jeb Bush sem hafði safnað næsthæstri upphæð á eftir Clinton og eytt mestu í sitt framboð hætti í kosningabaráttunni þann 20. febrúar síðastliðinn. Hillary Clinton er nú með forystu meðal demókrata, en Donald Trump meðal repúblíkana. Þau hafa eytt 17,9 milljörðum króna í framboð sín, samkvæmt nýjustu tölum frá 22. febrúar, en áætla má að talsvert hafi bæst við upphæðina milli 22. febrúar og 1. mars. Clinton hafði þá safnað 24,3 milljörðum króna og eytt 14,3 milljörðum króna, til að tryggja sér forystu. Trump hafði þó einungis eytt fimmtungi af fjárhæð Clinton, eða 3,3 milljörðum íslenskra króna.Höfðu safnað 40 milljörðum Það er ekki einungis þeir sem eru í lokaslagnum sem hafa safnað og eytt miklu fé. Center for Responsive Politics áætlar að frambjóðendur sem nú hafa hætt kosningabaráttu hafi safnað samtals 314 milljónum dollara, rúmum 40 milljörðum króna, í kosningabaráttunni.Jeb BushVísir/GettyBush safnaði 20 milljörðum Þar fremstur í flokki er Jeb Bush. Þegar hann hætti kosningabaráttu þann 20. febrúar hafði hann safnað næstmestu allra frambjóðenda eða 157,6 milljónum dollara, rúmum 20 milljörðum króna. Þar af varði hann 17 milljörðum króna í framboðið. Það er hærri fjárhæð en Hillary Clinton og Trump höfðu varið þann 22. febrúar. Aðrir vongóðir repúblíkanar, Scott Walker, Chris Christie og Carly Fiorina, söfnuðu milli 24 og 32 milljóna dollara fyrir framboðin sín. Martin O’Malley, þriðji frambjóðandi demókrata sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni, náði hins vegar einungis að safna tæpum sex milljónum dollara. Áhugavert er að beina sjónum að því hvaðan fjármagn frambjóðendana kemur. Ef litið er á landið í heild sinni sést að þær 500 milljónir dollara sem frambjóðendur höfðu safnað í lok janúar koma að mestu leyti frá Kaliforníu, New York, Texas og Flórída, samkvæmt Federal Election Comssion. Flokkarnir söfnuðu mest tæpum 30 milljónum dollara í fylki, repúblíkanar söfnuðu fénu í Texas en demókratar í Kaliforníu. Hillary Clinton safnaði mestu fé í Kaliforníu og svo New York. Langstærsti hluti fjármagns hennar kemur frá norðausturströnd Bandaríkjanna. Fjármagn Trumps kemur úr mun fleiri áttum. Mestu safnaði hann í Texas. Sömu sögu er að segja um fjármagn Cruz, tæplega þrjátíu prósent þess koma frá Texas.Hilary Clinton varði mestu í sjónvarpsauglýsingar.vísir/gettyVörðu þremur milljörðum í sjónvarpsauglýsingar fyrir ofurþriðjudaginnFrambjóðendur verja miklu fé í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda kosninga. NBC News greinir frá því að frambjóðendurnir hafi varið samtals 23 milljónum dollara, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda ofurþriðjudags. Clinton varði mestu, eða 6,4 milljónum dollara, jafnvirði 830 milljóna íslenskra króna, Sanders varði aðeins minni fjárhæð eða 5,2 milljónum dollara, tæpum 700 milljónum króna. Ted Cruz og hans kosningateymi vörðu næstmestu, og mestu meðal repúblíkana, eða 6,2 milljónum dollara, rúmlega 800 milljónum króna, að mestu leyti í Suðurríkjunum. Rubio varði 3,5 milljónum dollara samtals, jafnvirði 455 milljóna króna. Kosningateymi Trumps varði langminnstu, tæplega einum sjötta af því sem Cruz varði, eða 1,1 milljón dollara, 143 milljónum króna.
Donald Trump Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira