Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 19:20 Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37