Umsvif Kínverja vekja hörð viðbrögð Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Kínversk mannvirki á eynni Yongxing. vísir/epa Kínverjar hafa sett upp loftvarnarbúnað með flugskeytaskotstöð á lítilli eyju í Suður-Kínahafi, Sjálfir segja Kínverjar ekkert athugavert við þessar framkvæmdir. Þær séu allar í góðu samræmi við lög. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking að Kínverjar hefðu staðið í margvíslegum framkvæmdum á eyjum í Suður-Kínahafi til að þjónusta almenning, þar á meðal reist vita og veðurstöðvar. Að auki hafi þeir komið sér upp takmarkaðri en nauðsynlegri varnaraðstöðu, sem sé í fullu samræmi við sjálfsvarnarrétt Kína samkvæmt alþjóðalögum. „Það ætti ekki að vera nein spurning um það,“ sagði Wang. Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, segir spennuna vera vaxandi en hvetur samt til stillingar. Það var bandaríska fréttastöðin Fox News, sem skýrði fyrst frá því á þriðjudag að í síðustu viku hefðu Kínverjar flutt öflugan flugskeytabúnað til eyjunnar Yongxing, og birti myndir af búnaðinum. „Við teljum að þetta sé tilraun af hálfu ákveðinna vestrænna fjölmiðla til þess að búa til fréttir,“ sagði Wang, en neitaði því ekki að búnaðinum hefði verið komið þarna upp. Eyjan Yongxing er partur af Paracel-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Kínverjar gera tilkall til stærsta hluta hafsins en Taívan, Malasía, Víetnam og Filippseyjar gera einnig tilkall til hluta þess. Þessi tiltekna eyja, sem einnig er nefnd Woody-eyja og Phu Lam-eyja, hefur verið undir kínverskum yfirráðum frá árinu 1974. Bæði Taívan og Víetnam gera tilkall til hennar. Aukin umsvif Kínverja á eyjunum hafa vakið mikla tortryggni og hörð viðbrögð nágrannalandanna, sem saka Kínverja um yfirgang og hótanir. Meðal annars hafa Kínverjar byggt upp litlar eyjar til að stækka þær og tryggja að þær verði frekar marktækar, þegar skorið er úr um yfirráð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Kínverjar hafa sjálfir sakað Bandaríkin um ólöglegar skipaferðir um hafsvæðið, enda njóti tilkall Kína til þess ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. „Bandaríkin munu halda áfram að fljúga, sigla og athafna sig hvar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Barack Obama forseti nú í vikunni. Hann sagði Bandaríkin sömuleiðis styðja rétt annarra þjóða til slíks. Suður-Kínahaf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Kínverjar hafa sett upp loftvarnarbúnað með flugskeytaskotstöð á lítilli eyju í Suður-Kínahafi, Sjálfir segja Kínverjar ekkert athugavert við þessar framkvæmdir. Þær séu allar í góðu samræmi við lög. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking að Kínverjar hefðu staðið í margvíslegum framkvæmdum á eyjum í Suður-Kínahafi til að þjónusta almenning, þar á meðal reist vita og veðurstöðvar. Að auki hafi þeir komið sér upp takmarkaðri en nauðsynlegri varnaraðstöðu, sem sé í fullu samræmi við sjálfsvarnarrétt Kína samkvæmt alþjóðalögum. „Það ætti ekki að vera nein spurning um það,“ sagði Wang. Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, segir spennuna vera vaxandi en hvetur samt til stillingar. Það var bandaríska fréttastöðin Fox News, sem skýrði fyrst frá því á þriðjudag að í síðustu viku hefðu Kínverjar flutt öflugan flugskeytabúnað til eyjunnar Yongxing, og birti myndir af búnaðinum. „Við teljum að þetta sé tilraun af hálfu ákveðinna vestrænna fjölmiðla til þess að búa til fréttir,“ sagði Wang, en neitaði því ekki að búnaðinum hefði verið komið þarna upp. Eyjan Yongxing er partur af Paracel-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Kínverjar gera tilkall til stærsta hluta hafsins en Taívan, Malasía, Víetnam og Filippseyjar gera einnig tilkall til hluta þess. Þessi tiltekna eyja, sem einnig er nefnd Woody-eyja og Phu Lam-eyja, hefur verið undir kínverskum yfirráðum frá árinu 1974. Bæði Taívan og Víetnam gera tilkall til hennar. Aukin umsvif Kínverja á eyjunum hafa vakið mikla tortryggni og hörð viðbrögð nágrannalandanna, sem saka Kínverja um yfirgang og hótanir. Meðal annars hafa Kínverjar byggt upp litlar eyjar til að stækka þær og tryggja að þær verði frekar marktækar, þegar skorið er úr um yfirráð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Kínverjar hafa sjálfir sakað Bandaríkin um ólöglegar skipaferðir um hafsvæðið, enda njóti tilkall Kína til þess ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. „Bandaríkin munu halda áfram að fljúga, sigla og athafna sig hvar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Barack Obama forseti nú í vikunni. Hann sagði Bandaríkin sömuleiðis styðja rétt annarra þjóða til slíks.
Suður-Kínahaf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira