„Til Íslands, sem þorði er aðrir þögðu“ Jakob Frímann Magnússon skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun